Íslendingar í útlöndum sjöunda kjördæmið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. apríl 2013 18:47 Íslendingum á kjörskrá, sem eiga lögheimili erlendis, hefur fjölgað um tæp þrjátíu prósent frá síðustu kosningum. Hópurinn telur tæplega þrettán þúsund manns og búa flestir á Norðurlöndunum. Fjölmargir Íslendingar fluttu af landi brott síðustu eftir að efnahagshrunið reið yfir þótt nokkuð hafi dregið úr síðustu misserin. Við síðustu alþingiskosningar voru íslendingar búsettir erlendis sem þó höfðu kosningarétt 9924 en þeim hefur nú fjölgað um 28,5 prósent, eru nú 12757. Þetta þýðir að Íslendingar erlendis eru 4,4 prósent kjósendatölunnar en alls eru kjósendur fyrir þessar kosningar 237957. Ef þessi tala er sett í samhengi við fjölda kjósenda í einstaka sveitarfélögum má sjá að það eru nokkuð fleiri kjósendur í útlöndum, en búa í Garðabæ svo dæmi sé tekið en þar eru 12274 á kjörskrárstofni. En hvernig dreifast þessi Íslendingar um heiminn? Það kemur ekki á óvart að langflestir eru þeir á Norðurlöndunum eða 9 099. Í tölum frá þjóðskrá má sjá að flestir búa í Noregi eða 3 560 kjósendur. Litlu færri eru í Danmörku, 3 378 og í Svíþjóð búa 2007. Annarsstaðar í Evrópu eru kjósendur 2044 talsins. flestir búa þeir í Bretlandi 596 og í Þýskalandi eru þeir 366. Í Ameríku búa 1074, flestir í Bandaríkjunum, 871 en 161 í Kanada. Í Afríku búa 94 sem eru á kjörskrá, Þar af flestir í Máritaníu þar sem 27 eru staddir en í Suður Afríku búa 16. Í Asíu búa 246, þar af flestir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem 41 Íslendingur á tök á að kjósa. 39 búa í Kína og 38 í Sádi-Arabíu. Og hinum megin á hnettinum, í Eyjaálfu, eru 99 Íslendingar á kjörskrárstofni. Flestir búa þeir í Ástralíu 57 talsins en 42 búa á Nýja Sjálandi. Kosningar 2013 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Íslendingum á kjörskrá, sem eiga lögheimili erlendis, hefur fjölgað um tæp þrjátíu prósent frá síðustu kosningum. Hópurinn telur tæplega þrettán þúsund manns og búa flestir á Norðurlöndunum. Fjölmargir Íslendingar fluttu af landi brott síðustu eftir að efnahagshrunið reið yfir þótt nokkuð hafi dregið úr síðustu misserin. Við síðustu alþingiskosningar voru íslendingar búsettir erlendis sem þó höfðu kosningarétt 9924 en þeim hefur nú fjölgað um 28,5 prósent, eru nú 12757. Þetta þýðir að Íslendingar erlendis eru 4,4 prósent kjósendatölunnar en alls eru kjósendur fyrir þessar kosningar 237957. Ef þessi tala er sett í samhengi við fjölda kjósenda í einstaka sveitarfélögum má sjá að það eru nokkuð fleiri kjósendur í útlöndum, en búa í Garðabæ svo dæmi sé tekið en þar eru 12274 á kjörskrárstofni. En hvernig dreifast þessi Íslendingar um heiminn? Það kemur ekki á óvart að langflestir eru þeir á Norðurlöndunum eða 9 099. Í tölum frá þjóðskrá má sjá að flestir búa í Noregi eða 3 560 kjósendur. Litlu færri eru í Danmörku, 3 378 og í Svíþjóð búa 2007. Annarsstaðar í Evrópu eru kjósendur 2044 talsins. flestir búa þeir í Bretlandi 596 og í Þýskalandi eru þeir 366. Í Ameríku búa 1074, flestir í Bandaríkjunum, 871 en 161 í Kanada. Í Afríku búa 94 sem eru á kjörskrá, Þar af flestir í Máritaníu þar sem 27 eru staddir en í Suður Afríku búa 16. Í Asíu búa 246, þar af flestir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem 41 Íslendingur á tök á að kjósa. 39 búa í Kína og 38 í Sádi-Arabíu. Og hinum megin á hnettinum, í Eyjaálfu, eru 99 Íslendingar á kjörskrárstofni. Flestir búa þeir í Ástralíu 57 talsins en 42 búa á Nýja Sjálandi.
Kosningar 2013 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira