Tíska og hönnun

Snið og efni skipta mestu máli

Í gær opnaði ný og spennandi herrafataverslun í hjarta Reykjavíkur sem ber heitið JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON að Laugavegi 89. Verslunin er opin virka daga og um helgar, bæði laugardaga og sunnudaga, til klukkan 18.

Við heyrðum stuttlega í Guðmundi Jörundssyni fatahönnuði og spurðum meðal annars hvað íslenskir karlmenn leita helst eftir þegar kemur að klæðnaði?

"Það getur verið allt mögulegt. En snið og efni skipta mestu máli. Við leggjum mjög mikið upp úr hvoru tveggja," svarar Guðmundur.

Opnunin gekk æðislega vel

Fjölmenni var í opnuninni eins og sjá má hér. Var stuð?
"Opnunin gekk æðislega vel. Það var mjög margt um manninn og sá ég ekki betur en að allir gestir veislunnar hafi verið sérstaklega skemmtilegir. Einnig var mjög skemmtilegt að opna búðina formlega daginn eftir og hitta viðskiptavini, kynna þeim vöruna og spjalla."

Stofnaði JÖR með Gunnari Erni Petersen

"Gunnar Örn Petersen og ég stofnuðum merkið JÖR og eigum það saman í félagi við aðra góða bakhjarla," svarar Guðmundur spurður hverjir eru á bak við rekstur verslunarinnar.

Sjáðu myndirnar sem Sigurjón Ragnar ljósmyndari tók á opnuninni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×