Golf

Cabrera og Snedeker leiða Masters | Tiger á smá von

Angel Cabrera.
Angel Cabrera. AP/Getty
Argentínumaðurinn Angel Cabrera og Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker eru efstir og jafnir á Masters-mótinu í golfi fyrir lokahringinn. Þeir eru báðir á samtals sjö höggum undir pari. Báðir kylfingar léku á þrem höggum undir pari í dag líkt og Adam Scott sem er í þriðja sæti á sex höggum undir pari.

Ástralinn Jason Day var lengi vel í forystunni en hann missti algjörlega flugið undir lokin. Slíkt hið sama gerði hinn reyndi Bandaríkjamaður, Fred Couples.

Day er í fjórða sæti á fimm höggum undir pari eins og landi sinn Marc Leishman. Day lék á einu höggi yfir pari í dag en Leishman var á parinu.

Matt Kuchar er einn í sjötta sæti á fjórum höggum undir pari en þar á eftir koma Tim Clark og Tiger Woods á þrem höggum undir pari.

Tiger var refsað með tveimur höggum fyrir hringinn og hann bætti það upp með því að leika á tveim höggum undir pari í dag. Hann er enn með í baráttunni en ef hann hefði ekki fengið þessa refsingu væri hann aðeins tveim höggum á eftir efstu mönnum.

Lokadagurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport og Sport HD og hefst útsending á morgun klukkan 18.00.

Staðan:

1.-2.: Angel Cabrera  -7

1.-2.: Brandt Snedeker  -7

3. Adam Scott  -6

4.-5.: Marc Leishman  -5

4.-5: Jason Day  -5

6. Matt Kuchar  -4

7.-8.: Tim Clark  -3

7.-8: Tiger Woods  -3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×