Utanríkisráðherra segir Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórntækan 13. apríl 2013 13:37 Bjarni á fundinum í dag. Össur segir flokkinn ekki stjórntækan. „Þetta eru hjaðningarvíg og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, um atburðarrásina innan Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Hún náði hámarki í dag þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti á fjölmennum fundi í Fjölbrautarskólanum í Garðbæ að hann hygðist halda áfram sem formaður flokksins. Hart var sótt að Bjarna í síðustu viku þegar Viðskiptablaðið birti skoðanakönnun þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður. Bjarni brást við þessu í leiðtogaviðtali á RÚV síðasta fimmtudagskvöld þar sem hann sagðist íhuga að stíga til hliðar eftir að hafa séð þessa könnun. Hann sagði það mannlegt að íhuga það. Össur er sannfærður um að hér sé hönnuð flétta á ferð, og segir að hermenn miði ekki sjálfir byssum og hleypi af nema einhver segi þeim að gera það - og tekur undir orð Bjarna sjálfs um að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi staðið á bak við könnunina sem kom á versta tíma - daginn eftir slæma útreið flokksins í könnun Morgunblaðsins. En Össur er gamalreyndur í stjórnmálum og segir um skipulagðar fléttur í stjórnmálum: „Ég er bæði skákmaður og stjórnmálamaður, en skákin er öðruvísi en stjórnmálin að því leytinu til að þar geta gengið upp fléttur sem byggja á mörgum leikjum. En það gerist aldrei í pólitík,“ Og Össur er talar umbúðalaust um fléttuna sem hefur birst landsmönnum síðustu daga: „Þegar svona groddarleg flétta er sett upp - og svona blóðug - getur það ekki endað öðruvísi en að öll spjót standi á Hönnu Birnu.“ Össur spáir því að Hanna Birna geti ekki í framtíðinni orðið leiðtogi sem friður er um. „Og henni hefur tekist að kljúfa flokkin niður í rót. Það tókst mér aldrei né öðrum andstæðingum flokksins,“ bætir Össur við. „Það er sérkennileg mylla sem þarna var sett upp, yfirhönnuð atburðarás, sem hefur misboðið heiðarlegum sjálfstæðismönnum, sem þeir eru nú flestir,“ segir Össur um stöðuna innan flokksins. Hann segir þessi átök slík að þeim sé best líkt við hjaðningarvíg og að þeim sé ekki lokið. Þetta sé barátta sem hann telur að eigi eftir að vara lengi. „Og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili. Hann þarf að hreinsa til í sínum ranni, og það hefur sýnt sig að svona átök verða að skærum - og þarna rennur blóð.“ Aðspurður um næstu stjórnarmyndun segir hann það eitt augljóst að Framsóknarflokkurinn muni fara í ríkisstjórn. „En stjórnarmyndun verður flókin. Framsókn virðist hafa þetta í sínum höndum. En ef þú ert að spyrja hvort Samfylkingin sé tilbúin að vinna með Framsóknarflokknum þá get ég hugsað mér að vinna að ýmsum málum með þeim, svo sem skuldamálum heimilanna,“ segir hann að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Sjá meira
„Þetta eru hjaðningarvíg og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, um atburðarrásina innan Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Hún náði hámarki í dag þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti á fjölmennum fundi í Fjölbrautarskólanum í Garðbæ að hann hygðist halda áfram sem formaður flokksins. Hart var sótt að Bjarna í síðustu viku þegar Viðskiptablaðið birti skoðanakönnun þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður. Bjarni brást við þessu í leiðtogaviðtali á RÚV síðasta fimmtudagskvöld þar sem hann sagðist íhuga að stíga til hliðar eftir að hafa séð þessa könnun. Hann sagði það mannlegt að íhuga það. Össur er sannfærður um að hér sé hönnuð flétta á ferð, og segir að hermenn miði ekki sjálfir byssum og hleypi af nema einhver segi þeim að gera það - og tekur undir orð Bjarna sjálfs um að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi staðið á bak við könnunina sem kom á versta tíma - daginn eftir slæma útreið flokksins í könnun Morgunblaðsins. En Össur er gamalreyndur í stjórnmálum og segir um skipulagðar fléttur í stjórnmálum: „Ég er bæði skákmaður og stjórnmálamaður, en skákin er öðruvísi en stjórnmálin að því leytinu til að þar geta gengið upp fléttur sem byggja á mörgum leikjum. En það gerist aldrei í pólitík,“ Og Össur er talar umbúðalaust um fléttuna sem hefur birst landsmönnum síðustu daga: „Þegar svona groddarleg flétta er sett upp - og svona blóðug - getur það ekki endað öðruvísi en að öll spjót standi á Hönnu Birnu.“ Össur spáir því að Hanna Birna geti ekki í framtíðinni orðið leiðtogi sem friður er um. „Og henni hefur tekist að kljúfa flokkin niður í rót. Það tókst mér aldrei né öðrum andstæðingum flokksins,“ bætir Össur við. „Það er sérkennileg mylla sem þarna var sett upp, yfirhönnuð atburðarás, sem hefur misboðið heiðarlegum sjálfstæðismönnum, sem þeir eru nú flestir,“ segir Össur um stöðuna innan flokksins. Hann segir þessi átök slík að þeim sé best líkt við hjaðningarvíg og að þeim sé ekki lokið. Þetta sé barátta sem hann telur að eigi eftir að vara lengi. „Og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili. Hann þarf að hreinsa til í sínum ranni, og það hefur sýnt sig að svona átök verða að skærum - og þarna rennur blóð.“ Aðspurður um næstu stjórnarmyndun segir hann það eitt augljóst að Framsóknarflokkurinn muni fara í ríkisstjórn. „En stjórnarmyndun verður flókin. Framsókn virðist hafa þetta í sínum höndum. En ef þú ert að spyrja hvort Samfylkingin sé tilbúin að vinna með Framsóknarflokknum þá get ég hugsað mér að vinna að ýmsum málum með þeim, svo sem skuldamálum heimilanna,“ segir hann að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Sjá meira