Stendur klár þegar borpallurinn kemur Kristján Már Unnarsson skrifar 12. apríl 2013 19:22 Steingrímur Erlingsson, sem er að láta smíða dýrasta skip Íslendinga, segist vilja standa klár þegar borpallarnir mæta á Drekasvæðið. Næstu árin hefur hann þó tryggt skipinu sjö milljarða verkefni á Svalbarða, eða sem nemur kaupverðinu að stórum hluta. Hann er 43 ára Hafnfirðingur, vélfræðingur og flugvirki að mennt, var útgerðarstjóri í Þorlákshöfn, en hefur síðasta áratug stundað útgerð á norðurslóðum Kanada. Fyrir þremur vikum tilkynnti utanríkisráðherra að Steingrímur væri búinn að semja um smíði fyrsta sérhæfða skips Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Stóri draumurinn er að Íslendingar verði virkir á Drekasvæðinu, segir Steingrímur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann kveðst sannfærður um að þar finnist olía og vill að Íslendingar taki beinan þátt í þeirri starfsemi sem þar er framundan. Sjálfur vill hann standa klár þegar kallið kemur. Þótt heimahöfn skipsins verði í Fjarðabygg segir Steingrímur að starfssvæði þess verði allur heimurinn, enda sé verið að leita olíu um heim allan.Tölvumynd af skipi Fáfnis Offshore, dýrasta skipi sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt.Skipið er sérbúið til að takast á við mengunarslys og olíuelda og með öflugar slökkvibyssur, sem sprauta bununni hundrað metra. Skipið getur úðað á eigin skrokk, ef það til dæmis siglir í brennandi eldhafi, og er jafnframt sérstyrkt til siglinga í ís. Steingrímur segir það útbúið öllu sem þarf til að það geti þjónað sem neyðarskip í alþjóðlegum björgunaraðgerðum á Norðurslóðum. Það er lykillinn að 6,8 milljarða samningi við sýslumanninn á Svalbarða um að skipið verði þar öryggis- og þjónustuskip í sex mánuði á ári næstu sex ár. Steingrímur er annars bjartsýnn um að nóg verði að gera fyrir þetta 7,3 milljarða fley, eins og heyra má í fréttum Stöðvar 2, í myndskeiðinu hér að ofan. Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Steingrímur Erlingsson, sem er að láta smíða dýrasta skip Íslendinga, segist vilja standa klár þegar borpallarnir mæta á Drekasvæðið. Næstu árin hefur hann þó tryggt skipinu sjö milljarða verkefni á Svalbarða, eða sem nemur kaupverðinu að stórum hluta. Hann er 43 ára Hafnfirðingur, vélfræðingur og flugvirki að mennt, var útgerðarstjóri í Þorlákshöfn, en hefur síðasta áratug stundað útgerð á norðurslóðum Kanada. Fyrir þremur vikum tilkynnti utanríkisráðherra að Steingrímur væri búinn að semja um smíði fyrsta sérhæfða skips Íslendinga til að þjónusta olíuborpalla. Stóri draumurinn er að Íslendingar verði virkir á Drekasvæðinu, segir Steingrímur í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann kveðst sannfærður um að þar finnist olía og vill að Íslendingar taki beinan þátt í þeirri starfsemi sem þar er framundan. Sjálfur vill hann standa klár þegar kallið kemur. Þótt heimahöfn skipsins verði í Fjarðabygg segir Steingrímur að starfssvæði þess verði allur heimurinn, enda sé verið að leita olíu um heim allan.Tölvumynd af skipi Fáfnis Offshore, dýrasta skipi sem íslenskt fyrirtæki hefur keypt.Skipið er sérbúið til að takast á við mengunarslys og olíuelda og með öflugar slökkvibyssur, sem sprauta bununni hundrað metra. Skipið getur úðað á eigin skrokk, ef það til dæmis siglir í brennandi eldhafi, og er jafnframt sérstyrkt til siglinga í ís. Steingrímur segir það útbúið öllu sem þarf til að það geti þjónað sem neyðarskip í alþjóðlegum björgunaraðgerðum á Norðurslóðum. Það er lykillinn að 6,8 milljarða samningi við sýslumanninn á Svalbarða um að skipið verði þar öryggis- og þjónustuskip í sex mánuði á ári næstu sex ár. Steingrímur er annars bjartsýnn um að nóg verði að gera fyrir þetta 7,3 milljarða fley, eins og heyra má í fréttum Stöðvar 2, í myndskeiðinu hér að ofan.
Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Sjá meira
Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00