Hefur tvívegis hvatt Bjarna til að segja af sér Karen Kjartansdóttir skrifar 12. apríl 2013 19:00 Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis hefur tvívegis hvatt Bjarna Benediktsson til að segja af sér formennsku. Elín Hirst, eiginkona Friðriks og þingmannsefni flokksins, segist ekkert vita um málið. Hún styðji Bjarna en vont sé hve flokkurinn mælist með lítið fylgi. Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu í gær að hann íhugaði að hætta í stjórnmálum. Sagði hann um könnun Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við formennsku, að öfl innan flokksins væru að vinna gegn honum. Bjarni hélt þó áfram hefðbundinni kosningabaráttu í dag og var staddur á vinnustaðafundi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar þegar fréttastofa hitti hann fyrir í dag. Sagðist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning. Hanna og Bjarni funduðu um klukkan fjögur í dag og ræddu saman fóru yfir stöðuna. Hönnu Birna þvertók í viðtali við Stöð 2 að hún væri hluti af þeim öflum sem Bjarni nefnir. „Ég hefði aldrei boðið mig fram til varaformanns ef ég treysti ekki formanninum. Það er alveg ljóst,“ sagði Hanna Birna, og bætti því við að mestu skipti að sjálfstæðisfólk um allt land stæði saman og tækist að koma að ný ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. En hvaða öfl eru það sem Bjarni segir að séu að vinna gegn sér? Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að meðal annars mun Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis, tvívegis hafa hvatt Bjarna til að segja af sér, bæði í bréfi sem hann sendi fyrir um tveimur vikum og svo í vitna viðurvist í gær. Eiginkona Friðriks, Elín Hirst, er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi og Bjarni en hún virðist ekki ætla komast inn á þing miðað við síðustu kannanir. Frekari frétta mun vera að vænta á fundi flokksins sem verður haldinn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar klukkan ellefu á morgun en fjöldi stuðningsmanna Bjarna hefur boðað komu sína þangað. Viðtöl við þau Bjarna, Elínu og Hönnu Birnu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Kosningar 2013 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis hefur tvívegis hvatt Bjarna Benediktsson til að segja af sér formennsku. Elín Hirst, eiginkona Friðriks og þingmannsefni flokksins, segist ekkert vita um málið. Hún styðji Bjarna en vont sé hve flokkurinn mælist með lítið fylgi. Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali í Ríkissjónvarpinu í gær að hann íhugaði að hætta í stjórnmálum. Sagði hann um könnun Viðskiptablaðsins, þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við formennsku, að öfl innan flokksins væru að vinna gegn honum. Bjarni hélt þó áfram hefðbundinni kosningabaráttu í dag og var staddur á vinnustaðafundi í Fjölbrautaskóla Garðabæjar þegar fréttastofa hitti hann fyrir í dag. Sagðist hann hafa fundið fyrir miklum stuðning. Hanna og Bjarni funduðu um klukkan fjögur í dag og ræddu saman fóru yfir stöðuna. Hönnu Birna þvertók í viðtali við Stöð 2 að hún væri hluti af þeim öflum sem Bjarni nefnir. „Ég hefði aldrei boðið mig fram til varaformanns ef ég treysti ekki formanninum. Það er alveg ljóst,“ sagði Hanna Birna, og bætti því við að mestu skipti að sjálfstæðisfólk um allt land stæði saman og tækist að koma að ný ríkisstjórn með aðild Sjálfstæðisflokksins. En hvaða öfl eru það sem Bjarni segir að séu að vinna gegn sér? Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að meðal annars mun Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar suðvesturkjördæmis, tvívegis hafa hvatt Bjarna til að segja af sér, bæði í bréfi sem hann sendi fyrir um tveimur vikum og svo í vitna viðurvist í gær. Eiginkona Friðriks, Elín Hirst, er í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi og Bjarni en hún virðist ekki ætla komast inn á þing miðað við síðustu kannanir. Frekari frétta mun vera að vænta á fundi flokksins sem verður haldinn í Fjölbrautaskóla Garðabæjar klukkan ellefu á morgun en fjöldi stuðningsmanna Bjarna hefur boðað komu sína þangað. Viðtöl við þau Bjarna, Elínu og Hönnu Birnu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Kosningar 2013 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira