Titlaleysi Tiger kom Nicklaus í opna skjöldu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2013 07:50 Gullbjörninn Jack Nicklaus. Nordicphotos/Getty Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. Nicklaus vann átján risamót í golfi á sínum tíma en Tiger hefur unnið fjórtán. Sá síðasti kom í hús á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 en síðan þá hafa aðrir kylfingar skipst á að handleika verðlaunagripina á stóru mótunum. Nicklaus ræddi við blaðamenn í aðdraganda Masters-mótsins sem hefst á Augusta-vellinum í Georgíufylki á morgun. Virtist Nicklaus ekki alveg með þurrkatíð Tiger á hreinu. „Í alvöru? Það er frekar langur tími," sagði Nicklaus um fimm ára bið Tiger. „Hann verður að ráða fram úr þessu. En ef honum tekst það hér verður það mikil hvatning fyrir hann. Miðað við spilamennsku hans í vor gæti tímabilið orðið erfitt falli hlutirnir ekki með honum hérna," sagði Nicklaus. Margir reikna með því að Tiger vinni sigur á mótinu. Hann ætti að vera fullur sjálfstrausts eftir þrjá sigra í fimm tilraunum á PGA-mótaröðinni það sem af er ári. Hann veit líka hvað þarf til enda fjórum sinnum klæðst jakkanum græna í mótslok á Augusta. „Ég hef sagt það áður og geri það áfram. Ég reikna enn með því að hann bæti metið mitt," sagði Nicklaus. Masters hefst óformlega í kvöld þegar hin stórskemmtilega Par 3 keppni fer fram. Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport & HD. Útsending hefst klukkan 19.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45 Blæddi úr áhorfanda eftir högg Olazábal Karlmaður, sem ætlaði að eiga náðugan dag í sólinni á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki, verður væntanlega með vænan hausverk það sem eftir lifir dags. 9. apríl 2013 13:50 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Það kom Jack Nicklaus á óvart að heyra að bið Tiger Woods eftir sigri á risamóti í golfi væri orðin fimm ára löng. Goðsögnin telur þó öruggt að Tiger muni ná meti sínu áður en langt um líður. Nicklaus vann átján risamót í golfi á sínum tíma en Tiger hefur unnið fjórtán. Sá síðasti kom í hús á Opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 en síðan þá hafa aðrir kylfingar skipst á að handleika verðlaunagripina á stóru mótunum. Nicklaus ræddi við blaðamenn í aðdraganda Masters-mótsins sem hefst á Augusta-vellinum í Georgíufylki á morgun. Virtist Nicklaus ekki alveg með þurrkatíð Tiger á hreinu. „Í alvöru? Það er frekar langur tími," sagði Nicklaus um fimm ára bið Tiger. „Hann verður að ráða fram úr þessu. En ef honum tekst það hér verður það mikil hvatning fyrir hann. Miðað við spilamennsku hans í vor gæti tímabilið orðið erfitt falli hlutirnir ekki með honum hérna," sagði Nicklaus. Margir reikna með því að Tiger vinni sigur á mótinu. Hann ætti að vera fullur sjálfstrausts eftir þrjá sigra í fimm tilraunum á PGA-mótaröðinni það sem af er ári. Hann veit líka hvað þarf til enda fjórum sinnum klæðst jakkanum græna í mótslok á Augusta. „Ég hef sagt það áður og geri það áfram. Ég reikna enn með því að hann bæti metið mitt," sagði Nicklaus. Masters hefst óformlega í kvöld þegar hin stórskemmtilega Par 3 keppni fer fram. Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport & HD. Útsending hefst klukkan 19.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Golf Tengdar fréttir Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31 Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45 Blæddi úr áhorfanda eftir högg Olazábal Karlmaður, sem ætlaði að eiga náðugan dag í sólinni á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki, verður væntanlega með vænan hausverk það sem eftir lifir dags. 9. apríl 2013 13:50 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Missir af Masters Darren Clarke missir af Masters-mótinu í golfi sem hefst á Augusta-vellinum á fimmtudag. Meiðsli í læri er ástæða þess að Norður-Írinn hefur orðið að draga sig úr keppni. 9. apríl 2013 08:31
Wozniacki verður kylfusveinn McIlroy Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki verður unnusta sínum, Rory McIlroy, innan handar í par 3 keppninni á morgun sem markar upphaf Masters-mótsins í golfi. 9. apríl 2013 12:45
Blæddi úr áhorfanda eftir högg Olazábal Karlmaður, sem ætlaði að eiga náðugan dag í sólinni á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki, verður væntanlega með vænan hausverk það sem eftir lifir dags. 9. apríl 2013 13:50