Formúla 1

Perez þykir hann hafa sannað ágæti sitt

Birgir Þór Harðarson skrifar
Perez var fljótari en Jenson Button í kappakstrinum í Barein.
Perez var fljótari en Jenson Button í kappakstrinum í Barein.
Sergio Perez, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög ánægður með árangur sinn í Barein-kappakstrinum. Hann endaði sjötti eftir grimma baráttu við Jenson Button, liðsfélaga sinn.

Hinn mexíkóski Perez var harðlega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu sína í fyrstu þremur mótum ársins og spurningar vöknuðu um hvort McLaren hafi gert mistök þegar það réð hann í stað Lewis Hamilton síðasta haust. Perez þurfti því að sanna sig í Barein.

Það gerði hann og segist nú hafa sannað ágæti sitt hjá liðinu. „Við höfum upplifað erfið augnablik en þetta er aðeins upphaf tímabilsins,“ sagði Perez. „Ég hef aldrei misst sjálfstraustið og hef alltaf trúað á sjálfan mig. Nú hef ég sýnt gagnrýnendum mínum að ég get náð árangri.“

Perez segir Martin Whitmarsh, liðstjóra McLaren, hafa beðið sig um að gera betur. Hann segir jafnframt hafa upplifað ákveðið frelsi þegar hann fékk að berjast við liðsfélaga sinn. „Áætlunin og hraði bílsins leyfði mér að gera hlutina öðruvísi. Ég var ekki að verjast heldur að sækja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×