Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 70-82 | Keflavík Íslandsmeistari Elvar Geir Magnússon í DHL-höllinni skrifar 29. apríl 2013 21:45 Mynd/Daníel Keflavík er Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna eftir 82-70 sigur á KR í fjórða leik liðanna í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Keflavík varð þrefaldur meistari í ár, vann allt sem hægt var að vinna fyrir utan Lengjubikarinn. Leikurinn í kvöld var æsispennandi. Munurinn var aldrei mikill en í fyrri hálfleiknum voru KR-ingar oftast skrefinu á undan. Það var ekki fyrr en í fjórða leihluta sem Keflavík náði frumkvæðinu fyrir alvöru. Heimakonur klikkuðu á auðveldum skotum á meðan gestirnir voru sjóðandi heitir. Í þriðja leikhluta hafði KR orðið fyrir áfalli þegar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir meiddist og gat ekki tekið þátt í leiknum eftir það. KR-konur voru særðar og á lokasprettinum var Keflavík öflugra liðið. Pálína Gunnlaugsdóttir hjá Keflavík átti stórkostlegan leik, skoraði 30 stig fyrir gestina og leiddi Keflavík að Íslandsmeistaratitlinum á gríðarlega kraftmikinn hátt. Hún var verðskuldað valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í leikslok. Hennar fimmti Íslandsmeistaratitill. Myndir frá fagnaðarlátum Keflvíkinga má sjá í myndaalbúmi neðst í fréttinni eða með því að smella hér. Sigurður Ingimundarson: Skemmtilegir og sterkir karakterarMynd/Daníel„Þetta tímabil var ótrúlega skemmtilegt. Þær stóðu sig virkilega vel og enduðu þetta í frábærri seríu á móti KR. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að bikarinn hafði farið á loft. „Þessi leikur í kvöld var frábær og gæðin í boltanum frábær. Þetta var virkilega skemmtilegt." „Þetta tímabil var ótrúlega skemmtilegt. Það er langt síðan ég hef verið með stelpulið en þetta gekk mjög vel. Þetta eru ótrúlega skemmtilegir og sterkir karakterar. Ég hafði mjög gaman að þessu tímabili," sagði Sigurður. Finnur Freyr: Stoltur af mínu liði„Ég er hundfúll og vill helst öskra og tapa mér. Keflavíkurliðið vann okkur svo þær hljóta að vera góðar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Við urðum fyrir áfalli í þriðja leikhluta þegar þær gjörsamlega slá tönnina úr Gróu og hún getur eki verið meira með. Í kjölfarið klikkuðum við úr tveimur auðveldum færum og leikurinn tapast. Við misstum þær frá okkur og náðum ekki að brúa bilið." „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við höfum farið í gegnum mikið mótlæti. Það er hundfúlt að geta ekki verið með allar heilar þegar mest á reynir en ég er mjög stoltur og ánægður með að vera þjálfari KR. Birna Valgarðs: Sé til í haustBirna og Pálína í góðum gír.Mynd/Daníel„Þetta var geggjað og ég er alveg búin á því," sagði Birna Valgarðsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn. „Tímabilið var næstum fullkomið, við töpuðum reyndar Lengjubikarnum en náðum þessum tveimur stóru. Vörnin vann þennan leik í kvöld númer eitt, tvö og þrjú. Við erum hörkuvarnarlið. Við getum spilað við hvaða lið sem er með þessa vörn og unnið." Birna segist vera búin að ákveða það að gefa ekki neitt út um það hvort hún sé hætt í boltanum. „Ég er árinu eldri. Kannski hætti ég, kannski ekki. Ég ætla að sjá til í haust. Ég hef enn gaman að þessu og væri alveg til í að taka nokkur ár í viðbót ef skrokkurinn myndi leyfa. Þá væri þetta ekkert vandamál." KR 70-82 KeflavíkGangur leiksins: 4:4, 7:9, 13:14, 20:16, 23:19, 28:25, 32:30, 38:34, 40:40, 44:47, 51:54, 53:56, 58:60, 65:67, 65:69, 70:82. KR: Shannon McCallum 33/11 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11, Helga Einarsdóttir 8/11 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 5. Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 30/7 fráköst, Jessica Ann Jenkins 22/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/12 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2. Bein textalýsing úr DHL-höllinni:LEIK LOKIÐ: KR 70-82 KEFL - KEFLAVÍKURKONUR ERU ÍSLANDSMEISTARAR. Frábær lokasprettur hjá þeim í þessum jafna og spennandi leik. Pálína endaði með 30 stig. Keflavík tekur þetta þrefalt í ár. 4. leikhluti: KR 69-77 Kefl - Pálína á vítalínuna og setti bæði skotin niður. Keflavík er að landa þessu. 45 sekúndur eftir. 4. leikhluti: KR 69-75 Kefl - Jessica á vítalínuna og setti annað skotið niður. KR tók svo misheppnað þriggja stiga skot og tapaði boltanum. Nákvæmlega 1 mínúta eftir. 4. leikhluti: KR 69-74 Kefl - Tvær körfur í röð frá Shannon! 1:16 eftir. Þetta er ekki búið. 4. leikhluti: KR 65-72 Kefl - Brotið á Bryndísi í skoti en boltinn fór ofan í. Hún kláraði vítið líka. Þrælmikilvægt. 1:50 eftir. Stutt í bikarinn! 4. leikhluti: KR 65-69 Kefl - Taugaspennan mikil þessa stundina og mistök á báða bóga. 2:43 eftir og KR er með boltann. 4. leikhluti: KR 65-68 Kefl -Keflavík á vítalínuna og setti annað vítið niður. Sigrún Sjöfn komin með fjórar villur hjá KR. Tekið er leikhlé. 4. leikhluti KR 65-67 Kefl - Pálína setti niður mikilvægan þrist. Komin með 27 stig í leiknum. Bryndís Guðmundsdóttir komin með fjórar villur rétt eins og Jessica. 4:25 eftir. 4. leikhluti KR 65-64 Kefl - Liðin skiptast á að skora, 5:40 eftir og Keflavík tekur leikhlé. 4. leikhluti: KR 61-62 Kefl - Shannon McCallum setti niður skot og fékk víti að auki sem einnig fór niður. 6:30 eftir af leiknum. 4. leikhluti: KR 56-58 Kefl - Jæja nú er komið að lokabaráttunni. Fylgjumst grannt með gangi mála. Spennan í hámarki. 3. leikhluta lokið: KR 51-56 Kefl - Keflavíkurliðið örlítið meira sannfærandi í lok leikhlutans. Jessica er komin með fjórar villur. Shannon stigahæst hjá KR með 25 stig en Pálína hefur skorað 24 fyrir Keflavík. 3. leikhluti: KR 47-47 Kefl - Björg Guðrún Einarsdóttir setti glæsilega þriggja stiga körfu fyrir KR áðan. Í kjölfarið fór KR á vítalínuna enn einu sinni. Dæmd hafði verið tæknivilla á bekkinn. 3. leikhluti: KR 44-47 Kefl - Þess má geta að Jessica Jenkins er komin með þrjár villur. 3. leikhluti: KR 40-40 Kefl - Þriðji fjórðungur farinn af stað og leikurinn hnífjafn. Hálfleikur: KR 38-34 Kefl - Shannon McCallum með 19 stig fyrri KR, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9. Pálína Gunnlaugsdóttir með 14 stig fyrir Keflavík. 2. leikhluti: KR 32-27 Kefl -Pálína var enn og aftur á vítalínunni rétt áðan. Þessi leikur er alvg stál í stál en KR skrefi á undan. 2. leikhluti: KR 25-23 Kefl - 6:30 til hálfleiks.2. leikhluti: KR 22-16 Kefl - Magnús Þór Gunnarsson reyndi við Dominos miðjuskotið eftir fyrsta fjórðunginn. Brást bogalistin og missti af ársbyrgðum af pizzu.1. leikhluta lokið: KR 20-16 Kefl - Shannon McCallum komin með 8 stig fyrir KR.1. leikhluti: KR 12-14 Kefl - Jessica Jenkins setti niður glæsilegan þrist hér áðan og Keflavík tekið forystuna á ný.1. leikhluti: KR 11-9 Kefl - Jafnræði með liðunum í byrjun. 4:22 eftir af leikhlutanum.1. leikhluti: KR 2-2 Kefl - Leikurinn er farinn af stað. Pálína skoraði fyrstu tvö stigin en KR svaraði um hæl.Fyrir leik: Það er öllu meira stuð Keflavíkurmegin í stúkunni... skiljanlegt þar sem liðið er aðeins einum sigri frá titlinum stóra.Fyrir leik: Pálína Gunnlaugsdóttir getur orðið Íslandsmeistari í fimmta sinn í kvöld en í fyrsta sinn sem tekið þrennuna sem fyrirliði.Fyrir leik: Hannes hjá KKÍ gekk með Íslandsmeistarabikarinn inn í höllina áðan. Búið er að koma honum vel fyrir á borði við ritaraborðið svo allir geti séð gripinn.Fyrir leik: Stemningin að aukast og það fjölgar vel meðal áhorfenda.Fyrir leik: Palli vallarþulur, KR-röddin, er mættur og er að fæða börnin sín með hamborgurum. Keflavík hefur unnið heimaleiki sína í seríunni með miklum yfirburðum en KR vann síðasta leik hér í DHL-höllinni með sterkum lokakafla.Fyrir leik: Eins og venjan er fyrir alla alvöru leiki hér í DHL-höllinni er verið að grilla hamborgara ofan í gesti og gangandi. Liðin eru að hita upp. Joey Drummer boðaði komu sína á Facebook svo það ætti að vera flott stuð á pöllunum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Keflavíkur lýst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira
Keflavík er Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna eftir 82-70 sigur á KR í fjórða leik liðanna í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Keflavík varð þrefaldur meistari í ár, vann allt sem hægt var að vinna fyrir utan Lengjubikarinn. Leikurinn í kvöld var æsispennandi. Munurinn var aldrei mikill en í fyrri hálfleiknum voru KR-ingar oftast skrefinu á undan. Það var ekki fyrr en í fjórða leihluta sem Keflavík náði frumkvæðinu fyrir alvöru. Heimakonur klikkuðu á auðveldum skotum á meðan gestirnir voru sjóðandi heitir. Í þriðja leikhluta hafði KR orðið fyrir áfalli þegar Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir meiddist og gat ekki tekið þátt í leiknum eftir það. KR-konur voru særðar og á lokasprettinum var Keflavík öflugra liðið. Pálína Gunnlaugsdóttir hjá Keflavík átti stórkostlegan leik, skoraði 30 stig fyrir gestina og leiddi Keflavík að Íslandsmeistaratitlinum á gríðarlega kraftmikinn hátt. Hún var verðskuldað valin besti leikmaður úrslitakeppninnar í leikslok. Hennar fimmti Íslandsmeistaratitill. Myndir frá fagnaðarlátum Keflvíkinga má sjá í myndaalbúmi neðst í fréttinni eða með því að smella hér. Sigurður Ingimundarson: Skemmtilegir og sterkir karakterarMynd/Daníel„Þetta tímabil var ótrúlega skemmtilegt. Þær stóðu sig virkilega vel og enduðu þetta í frábærri seríu á móti KR. Ég er mjög ánægður með þetta," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, eftir að bikarinn hafði farið á loft. „Þessi leikur í kvöld var frábær og gæðin í boltanum frábær. Þetta var virkilega skemmtilegt." „Þetta tímabil var ótrúlega skemmtilegt. Það er langt síðan ég hef verið með stelpulið en þetta gekk mjög vel. Þetta eru ótrúlega skemmtilegir og sterkir karakterar. Ég hafði mjög gaman að þessu tímabili," sagði Sigurður. Finnur Freyr: Stoltur af mínu liði„Ég er hundfúll og vill helst öskra og tapa mér. Keflavíkurliðið vann okkur svo þær hljóta að vera góðar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR. „Við urðum fyrir áfalli í þriðja leikhluta þegar þær gjörsamlega slá tönnina úr Gróu og hún getur eki verið meira með. Í kjölfarið klikkuðum við úr tveimur auðveldum færum og leikurinn tapast. Við misstum þær frá okkur og náðum ekki að brúa bilið." „Ég er mjög stoltur af mínu liði. Við höfum farið í gegnum mikið mótlæti. Það er hundfúlt að geta ekki verið með allar heilar þegar mest á reynir en ég er mjög stoltur og ánægður með að vera þjálfari KR. Birna Valgarðs: Sé til í haustBirna og Pálína í góðum gír.Mynd/Daníel„Þetta var geggjað og ég er alveg búin á því," sagði Birna Valgarðsdóttir, leikmaður Keflavíkur, eftir leikinn. „Tímabilið var næstum fullkomið, við töpuðum reyndar Lengjubikarnum en náðum þessum tveimur stóru. Vörnin vann þennan leik í kvöld númer eitt, tvö og þrjú. Við erum hörkuvarnarlið. Við getum spilað við hvaða lið sem er með þessa vörn og unnið." Birna segist vera búin að ákveða það að gefa ekki neitt út um það hvort hún sé hætt í boltanum. „Ég er árinu eldri. Kannski hætti ég, kannski ekki. Ég ætla að sjá til í haust. Ég hef enn gaman að þessu og væri alveg til í að taka nokkur ár í viðbót ef skrokkurinn myndi leyfa. Þá væri þetta ekkert vandamál." KR 70-82 KeflavíkGangur leiksins: 4:4, 7:9, 13:14, 20:16, 23:19, 28:25, 32:30, 38:34, 40:40, 44:47, 51:54, 53:56, 58:60, 65:67, 65:69, 70:82. KR: Shannon McCallum 33/11 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11, Helga Einarsdóttir 8/11 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7/4 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 6, Ína María Einarsdóttir 5. Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 30/7 fráköst, Jessica Ann Jenkins 22/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/5 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/12 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2. Bein textalýsing úr DHL-höllinni:LEIK LOKIÐ: KR 70-82 KEFL - KEFLAVÍKURKONUR ERU ÍSLANDSMEISTARAR. Frábær lokasprettur hjá þeim í þessum jafna og spennandi leik. Pálína endaði með 30 stig. Keflavík tekur þetta þrefalt í ár. 4. leikhluti: KR 69-77 Kefl - Pálína á vítalínuna og setti bæði skotin niður. Keflavík er að landa þessu. 45 sekúndur eftir. 4. leikhluti: KR 69-75 Kefl - Jessica á vítalínuna og setti annað skotið niður. KR tók svo misheppnað þriggja stiga skot og tapaði boltanum. Nákvæmlega 1 mínúta eftir. 4. leikhluti: KR 69-74 Kefl - Tvær körfur í röð frá Shannon! 1:16 eftir. Þetta er ekki búið. 4. leikhluti: KR 65-72 Kefl - Brotið á Bryndísi í skoti en boltinn fór ofan í. Hún kláraði vítið líka. Þrælmikilvægt. 1:50 eftir. Stutt í bikarinn! 4. leikhluti: KR 65-69 Kefl - Taugaspennan mikil þessa stundina og mistök á báða bóga. 2:43 eftir og KR er með boltann. 4. leikhluti: KR 65-68 Kefl -Keflavík á vítalínuna og setti annað vítið niður. Sigrún Sjöfn komin með fjórar villur hjá KR. Tekið er leikhlé. 4. leikhluti KR 65-67 Kefl - Pálína setti niður mikilvægan þrist. Komin með 27 stig í leiknum. Bryndís Guðmundsdóttir komin með fjórar villur rétt eins og Jessica. 4:25 eftir. 4. leikhluti KR 65-64 Kefl - Liðin skiptast á að skora, 5:40 eftir og Keflavík tekur leikhlé. 4. leikhluti: KR 61-62 Kefl - Shannon McCallum setti niður skot og fékk víti að auki sem einnig fór niður. 6:30 eftir af leiknum. 4. leikhluti: KR 56-58 Kefl - Jæja nú er komið að lokabaráttunni. Fylgjumst grannt með gangi mála. Spennan í hámarki. 3. leikhluta lokið: KR 51-56 Kefl - Keflavíkurliðið örlítið meira sannfærandi í lok leikhlutans. Jessica er komin með fjórar villur. Shannon stigahæst hjá KR með 25 stig en Pálína hefur skorað 24 fyrir Keflavík. 3. leikhluti: KR 47-47 Kefl - Björg Guðrún Einarsdóttir setti glæsilega þriggja stiga körfu fyrir KR áðan. Í kjölfarið fór KR á vítalínuna enn einu sinni. Dæmd hafði verið tæknivilla á bekkinn. 3. leikhluti: KR 44-47 Kefl - Þess má geta að Jessica Jenkins er komin með þrjár villur. 3. leikhluti: KR 40-40 Kefl - Þriðji fjórðungur farinn af stað og leikurinn hnífjafn. Hálfleikur: KR 38-34 Kefl - Shannon McCallum með 19 stig fyrri KR, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9. Pálína Gunnlaugsdóttir með 14 stig fyrir Keflavík. 2. leikhluti: KR 32-27 Kefl -Pálína var enn og aftur á vítalínunni rétt áðan. Þessi leikur er alvg stál í stál en KR skrefi á undan. 2. leikhluti: KR 25-23 Kefl - 6:30 til hálfleiks.2. leikhluti: KR 22-16 Kefl - Magnús Þór Gunnarsson reyndi við Dominos miðjuskotið eftir fyrsta fjórðunginn. Brást bogalistin og missti af ársbyrgðum af pizzu.1. leikhluta lokið: KR 20-16 Kefl - Shannon McCallum komin með 8 stig fyrir KR.1. leikhluti: KR 12-14 Kefl - Jessica Jenkins setti niður glæsilegan þrist hér áðan og Keflavík tekið forystuna á ný.1. leikhluti: KR 11-9 Kefl - Jafnræði með liðunum í byrjun. 4:22 eftir af leikhlutanum.1. leikhluti: KR 2-2 Kefl - Leikurinn er farinn af stað. Pálína skoraði fyrstu tvö stigin en KR svaraði um hæl.Fyrir leik: Það er öllu meira stuð Keflavíkurmegin í stúkunni... skiljanlegt þar sem liðið er aðeins einum sigri frá titlinum stóra.Fyrir leik: Pálína Gunnlaugsdóttir getur orðið Íslandsmeistari í fimmta sinn í kvöld en í fyrsta sinn sem tekið þrennuna sem fyrirliði.Fyrir leik: Hannes hjá KKÍ gekk með Íslandsmeistarabikarinn inn í höllina áðan. Búið er að koma honum vel fyrir á borði við ritaraborðið svo allir geti séð gripinn.Fyrir leik: Stemningin að aukast og það fjölgar vel meðal áhorfenda.Fyrir leik: Palli vallarþulur, KR-röddin, er mættur og er að fæða börnin sín með hamborgurum. Keflavík hefur unnið heimaleiki sína í seríunni með miklum yfirburðum en KR vann síðasta leik hér í DHL-höllinni með sterkum lokakafla.Fyrir leik: Eins og venjan er fyrir alla alvöru leiki hér í DHL-höllinni er verið að grilla hamborgara ofan í gesti og gangandi. Liðin eru að hita upp. Joey Drummer boðaði komu sína á Facebook svo það ætti að vera flott stuð á pöllunum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik KR og Keflavíkur lýst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Sjá meira