Elín Hirst er inni samkvæmt nýjustu tölum í Suðvesturkjördæmi en Sjálfstæðisflokkurinn jók fylgi sitt nokkuð og er nú með fimm menn inni.
Kjördæmið ætlar að verða nokkuð dramatískt en Birgitta Jónsdóttir er dottin út, en hún var inni í kjördæminu þegar fyrstu tölur voru taldar. Nú hafa um helmingur atkvæða verið talin í kjördæminu.
Eins missir VG mann en í fyrstu tölum var Rósa Björk Brynjólfsdóttir inni, en hún var í öðru sæti á eftir Ögmundi Jónassyni.
Elín Hirst inni á þingi samkvæmt nýjustu tölum
