Innlent

Ólöglegt að birta mynd af atkvæðaseðlinum sínum á Facebook

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þótt kjörsókn sé með dræmara móti er víst að þeir sem taka þátt í kosningunum hafa margir hverjir mikinn áhuga á atburðarrás dagsins og jafnvel að deila skoðunum sínum með öðrum. Þannig veit Vísir af minnst þremur tilvikum þar sem kjósendur hafa tekið mynd af atkvæðaseðlinum sínum inni í kjörklefa og birt á Facebook. Slík hegðun stríðir reyndar gegn 85. grein laga um kosningar til Alþingis.

Lagagreinin er svohljóðandi:

„Þegar kjósandi hefur gengið frá kjörseðlinum samkvæmt framansögðu brýtur hann seðilinn í sama brot og hann var í þegar hann tók við honum, gengur út úr klefanum og að atkvæðakassanum og leggur seðilinn í kassann í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar. Kjósandi skal gæta þess að enginn geti séð hvernig hann greiddi atkvæði.“

Það er ekki einsdæmi að þessi grein laganna hafi verið brotin með margvíslegum hætti. Meðal annars hafa frambjóðendur í kosningum fyrri ára sýnt atkvæðaseðla sína fyrir framan ljósmyndara til að vekja athygli á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×