Það þarf velferðarkerlingu á þing Björk Vilhelmsdóttir skrifar 26. apríl 2013 17:29 Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.Af hverju ég? Ástæðan fyrir því að mig langar á þing er að ég hef óbilandi áhuga á aðstæðum fólks og löngun til að skapa þannig samfélag að allir fái tækifæri til að blómstra óháð því í hvaða fjölskyldu fólk fæðist, hvar það sé fætt og hvernig húðlit eða háralit það hefur. Mín pólitík er svona einföld og það er voða þægilegt. Mér finnst að stjórnmálin eigi að snúast um framtíðina, hvort Ísland sé valkostur fyrir ungt fólk til að setjast hér að. Ef fólk getur hvorki keypt né leigt húsnæði, erum við fyrirfram búin að tapa samkeppninni við útlönd sem við vissulega erum í. Ég held að innganga í ESB sé leið til að skapa stöðugleika, vaxtaumhverfi, alþjóðlegt vinnuumhverfi og lífskjör sem fær allskonar fólk til að búa hér. En ég, eins og allt Samfylkingarfólk sem ég þekki, mun ekki selja ömmu mína, landið og miðin fyrir inngöngu í ESB. Samfylkingin vill klára aðildarviðræðurnar, þannig að við öll vitum hvað í boði er (við trúum því að það sé gott og tryggi fullveldi okkar og yfirráð yfir náttúru og auðlindum) og að þjóðin ákveði síðan næsta skref..Velferðarkerling hvað? Á undanförnum árum í Reykjavík og í starfshópum velferðarráðuneytisins hef ég byggt grunn að nýjum húsnæðisáherslum; húsnæðisbótum sem hafa sama stuðning við leigjendur og kaupendur; að fjölga lóðum undir leiguíbúðir og leiðir til að fjármagna slíka uppbyggingu. Einnig hef ég þróað þjónustu við aldraðra og fatlaðra þannig að fólk hafi meiri stjórn á lífi sínu að aðstæðum, og mig langar til að klára breytingar á almannatryggingum sem undirbúnar hafa verið á kjörtímabilinu sem er að líða. Flestir vilja meiri sátt í pólitíkina. Það vil ég líka. Því langar mig til að biðja þig um að láta hugann reika og sjá hversu góð sátt hefur verið um velferðarmálin í borginni undanfarin 11 ár. Ég hef verið í velferðarráði í 11 ár eða allan þann tíma sem ég hef verið borgarfulltrúi og formaður í rúm 7 ár. Hvort sem ég hef verið í meirihluta eða minnihluta þá hefur verið almenn sátt – þó einstaka sinnum finnist fólki ég of hörð. Þó í orði vilji allir velferðaráherslur þá eru allt of fáir sem setja sig vel inn í málaflokkinn. Persónuleg reynsla mín og þekking og reynsla sem félagsráðgjafi kemur þarna að góðum notum. Munið mig á laugardag – en standið samt með sjálfum ykkur. Ef þið eruð alveg viss um að vilja kjósa eitthvað annað en Samfylkinguna, þá gerið þið það auðvitað. Mér þykir vænt um fólk, alveg saman hvað það kýs. En það vantar velferðarkerlingu á þing. Ykkar Björk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Kæru lesendur. Samkvæmt skoðanakönnunum nú 2 dögum fyrir kosningar vantar herslumuninn á að ég nái því að vera mögulegur jöfnunarþingmaður á næsta kjörtímabili, en ég er í 3ja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Jöfnunarþingsætin deilast út frá atkvæðum af öllu landinu og því mun mér og Samfylkingunni nýtast að frá atkvæði alls staðar frá og því mun fólk um allt land hafa áhrif á það hvort ég endi á þingi eða ekki.Af hverju ég? Ástæðan fyrir því að mig langar á þing er að ég hef óbilandi áhuga á aðstæðum fólks og löngun til að skapa þannig samfélag að allir fái tækifæri til að blómstra óháð því í hvaða fjölskyldu fólk fæðist, hvar það sé fætt og hvernig húðlit eða háralit það hefur. Mín pólitík er svona einföld og það er voða þægilegt. Mér finnst að stjórnmálin eigi að snúast um framtíðina, hvort Ísland sé valkostur fyrir ungt fólk til að setjast hér að. Ef fólk getur hvorki keypt né leigt húsnæði, erum við fyrirfram búin að tapa samkeppninni við útlönd sem við vissulega erum í. Ég held að innganga í ESB sé leið til að skapa stöðugleika, vaxtaumhverfi, alþjóðlegt vinnuumhverfi og lífskjör sem fær allskonar fólk til að búa hér. En ég, eins og allt Samfylkingarfólk sem ég þekki, mun ekki selja ömmu mína, landið og miðin fyrir inngöngu í ESB. Samfylkingin vill klára aðildarviðræðurnar, þannig að við öll vitum hvað í boði er (við trúum því að það sé gott og tryggi fullveldi okkar og yfirráð yfir náttúru og auðlindum) og að þjóðin ákveði síðan næsta skref..Velferðarkerling hvað? Á undanförnum árum í Reykjavík og í starfshópum velferðarráðuneytisins hef ég byggt grunn að nýjum húsnæðisáherslum; húsnæðisbótum sem hafa sama stuðning við leigjendur og kaupendur; að fjölga lóðum undir leiguíbúðir og leiðir til að fjármagna slíka uppbyggingu. Einnig hef ég þróað þjónustu við aldraðra og fatlaðra þannig að fólk hafi meiri stjórn á lífi sínu að aðstæðum, og mig langar til að klára breytingar á almannatryggingum sem undirbúnar hafa verið á kjörtímabilinu sem er að líða. Flestir vilja meiri sátt í pólitíkina. Það vil ég líka. Því langar mig til að biðja þig um að láta hugann reika og sjá hversu góð sátt hefur verið um velferðarmálin í borginni undanfarin 11 ár. Ég hef verið í velferðarráði í 11 ár eða allan þann tíma sem ég hef verið borgarfulltrúi og formaður í rúm 7 ár. Hvort sem ég hef verið í meirihluta eða minnihluta þá hefur verið almenn sátt – þó einstaka sinnum finnist fólki ég of hörð. Þó í orði vilji allir velferðaráherslur þá eru allt of fáir sem setja sig vel inn í málaflokkinn. Persónuleg reynsla mín og þekking og reynsla sem félagsráðgjafi kemur þarna að góðum notum. Munið mig á laugardag – en standið samt með sjálfum ykkur. Ef þið eruð alveg viss um að vilja kjósa eitthvað annað en Samfylkinguna, þá gerið þið það auðvitað. Mér þykir vænt um fólk, alveg saman hvað það kýs. En það vantar velferðarkerlingu á þing. Ykkar Björk.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar