Innlent

Davíð Örn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir fornminjasmygl

Davíð Örn ásamt konu sinni, Þóru Björg Birgisdóttur.
Davíð Örn ásamt konu sinni, Þóru Björg Birgisdóttur.
Davíð Örn Bjarnason var í dag dæmdur í eins árs og tíu daga skilorðsbundið fangelsi í Tyrklandi samkvæmt fréttastofu RÚV. Dóminn hlaut hann fyrir að hafa ætlað að fara með marmarastein úr landi, en steinninn er sagður fornminjar. Davíð segist feginn að niðurstaða sé komin í málið, en að hann ætli aldrei aftur til Tyrklands.

Davíð Örn og Þóra Björg Birgisdóttir kona hans voru á leið heim úr sumarfríi á Tyrklandi þegar tollverðir fundu marmarastein í farangri Davíðs. Steininn höfðu þau keypt á útimarkaði án þess að vita að hann teldist til fornminja. Davíð sat í varðhaldi í Tyrklandi í tæpan mánuð og kom heim til Íslands í lok mars. Í dag féll dómur í máli hans úti í Tyrklandi.

„Það er eitt ár og tíu dagar skilorðsbundið,“ sagði Davíð í viðtali við RÚV og segist nú bíða eftir sektinni, sem hann býst við að fá að vita hver verði á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×