Árni Páll hefur litla trú á hugmyndum Framsóknarflokksins Boði Logason skrifar 23. apríl 2013 15:10 Frambjóðendur samankomnir í Hörpu í dag. Mynd/ Íslandsbanki. „Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. Árni Páll sagði að núna þætti mönnum gaman að tala digubarkalega þegar kemur að umræðunni um að afskrifa ætti eignir erlenda kröfuhafa íslensku bankanna. Talað hefur verið um að nota ætti það fé til að lækka skuldir heimilanna. Árni Páll sagði að athuga þyrfti að eignarréttur kröfuhafanna væri varinn í stjórnarskrá. Læra ætti af þeim mistökum sem ríkisstjórnin gerði í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði Árni Páll.Íslendingar ættu að vera óhræddir við að standa á sínu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Íslendingar ættu ekki að vera hræddir við að standa á sínu. „Við þekkjum þetta sannarlega úr Icesave-málinu. Rökin voru þau að Íslendingar ættu að vera þægir og borga til að skaða ekki orðspor sitt,“ sagði Sigmundur Davíð. Íslendingar stæðu nú frammi fyrir því að verja rétt sinn „og þá erum við bara að tala um að verja hann innan ramma laganna.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist engar áhyggjur hafa af því að orðspor landsins myndi skaðast ef menn væru þvingaðir í samningaviðræður. Varðandi umræðu um skattalækkanir hér á landi, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, að engin ástæða væri til að fara í skattahækkanir á næsta kjörtímabili. Þvert á móti væri hægt að fara í skattalækkanir, og tók sem dæmi millitekjuhópinn. Smári McCarthy, kapteinn Pírata, sagði að skattkerfið hér á landi væri að mörgu leyti sanngjarnara en það hefur verið. Það þurfi ekki að gera það einfaldara, heldur gagnsærra. Sagði hann meðal annars að pólítísk óvissa væri miklu skaðlegri en markaðsóvissa.Samstaðan mikilvæg Heiða Kristín Helgadóttir, frá Bjartri Framtíð, sagði að allir flokkar þyrftu að ná samstöðu um að afnema gjaldeyrishöftin. Enda hefðu þau mikil áhrif á atvinnulífið hér á landi. Vel var veitt í Hörpu í dag. Fundargestir fengu heitan mat á borð til sín, og gátu valið á milli þess að drekka Appelsín, Pepsi Max eða Egils Kristal. Stjórnmálaleiðtogarnir fengu þó aðeins tært íslenskt vatn að drekka. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, stjórnaði umræðunum. Kosningar 2013 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
„Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. Árni Páll sagði að núna þætti mönnum gaman að tala digubarkalega þegar kemur að umræðunni um að afskrifa ætti eignir erlenda kröfuhafa íslensku bankanna. Talað hefur verið um að nota ætti það fé til að lækka skuldir heimilanna. Árni Páll sagði að athuga þyrfti að eignarréttur kröfuhafanna væri varinn í stjórnarskrá. Læra ætti af þeim mistökum sem ríkisstjórnin gerði í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði Árni Páll.Íslendingar ættu að vera óhræddir við að standa á sínu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Íslendingar ættu ekki að vera hræddir við að standa á sínu. „Við þekkjum þetta sannarlega úr Icesave-málinu. Rökin voru þau að Íslendingar ættu að vera þægir og borga til að skaða ekki orðspor sitt,“ sagði Sigmundur Davíð. Íslendingar stæðu nú frammi fyrir því að verja rétt sinn „og þá erum við bara að tala um að verja hann innan ramma laganna.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist engar áhyggjur hafa af því að orðspor landsins myndi skaðast ef menn væru þvingaðir í samningaviðræður. Varðandi umræðu um skattalækkanir hér á landi, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, að engin ástæða væri til að fara í skattahækkanir á næsta kjörtímabili. Þvert á móti væri hægt að fara í skattalækkanir, og tók sem dæmi millitekjuhópinn. Smári McCarthy, kapteinn Pírata, sagði að skattkerfið hér á landi væri að mörgu leyti sanngjarnara en það hefur verið. Það þurfi ekki að gera það einfaldara, heldur gagnsærra. Sagði hann meðal annars að pólítísk óvissa væri miklu skaðlegri en markaðsóvissa.Samstaðan mikilvæg Heiða Kristín Helgadóttir, frá Bjartri Framtíð, sagði að allir flokkar þyrftu að ná samstöðu um að afnema gjaldeyrishöftin. Enda hefðu þau mikil áhrif á atvinnulífið hér á landi. Vel var veitt í Hörpu í dag. Fundargestir fengu heitan mat á borð til sín, og gátu valið á milli þess að drekka Appelsín, Pepsi Max eða Egils Kristal. Stjórnmálaleiðtogarnir fengu þó aðeins tært íslenskt vatn að drekka. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, stjórnaði umræðunum.
Kosningar 2013 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira