Vissara að Færeyingar verði sjálfstæðir áður en olían finnst Kristján Már Unnarsson skrifar 21. apríl 2013 18:40 Atvinnumálaráðherra Færeyja, Jóhan Dahl, kveðst handviss um að Færeyingar verði olíuþjóð. Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, segir mikilvægt að Færeyingar fái sjálfstæði áður en olían finnst, - olíufundur geti leitt til þess að Danir verði tregari að slíta sambandinu. Kannanir sýna að Færeyingar skiptast nokkurn veginn til helminga í afstöðunni til þess hvort slíta eigi sambandinu við Dani. En gæti stór olíufundur breytt miklu í sjálfstæðismálunum? Stuðningur Dana nemur um ellefu prósentum af fjárlögum Færeyja og yrði væntalega óþarfur ef olían finnst. Högna Hoydal finnst tryggast að fá sjálfstæðið áður: „Við sjáum hvað er að gerast í Grænlandi. Það er sama mál," segir Högni. „Vissir Danir eru að segja í danska þinginu að nú verði Danir að fá hluta af fjárlögum þar. Svo þetta gæti skapað vandamál. Því væri best fyrir Færeyjar og samstarf okkar við Ísland og Grænland og aðra um olíuna að við fáum sjálfstæðið áður en við finnum olíuna. Svo ég er að vona að það gerist fljótt," segir Högni Hoydal. Jóhan Dahl er jafnframt varaformaður Sambandsflokksins, sem vill halda sambandinu við Dani, og hann vill að áherslan verði á velferð. „Það sem stjórnmálamenn eiga að vera uppteknir af er að tryggja að Færeyjar næstu 100-200 árin verði velferðarsamfélag sem gott er að búa í, jafnt fyrir unga sem aldna," segir Jóhan Dahl. Báðir eru þeir Jóhan og Högni sannfærðir um að Færeyingar verði olíuþjóð. „Það hefur þegar fundist olía. Það var bara ekki nógu mikið til þess að vinna úr því. Svo það er bara spurning um tíma hvenær olían kemur. Þá verðum við bara að vera undirbúin," segir Högni. „Við höfum ekki borað nema 6-7 holur í Færeyjum enn, ekki eins og í Noregi, til dæmis, þar þurfti að bora 30 holur áður en þeir fundu fyrstu olíuna," segir atvinnumálaráðherrann Jóhan Dahl og bætir við: „Ég efast ekki um að Færeyingar verði í framtíðinni orkuframleiðsluþjóð, annaðhvort í gasi eða olíu, eða hvoru tveggja. Það er ég handviss um." Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Atvinnumálaráðherra Færeyja, Jóhan Dahl, kveðst handviss um að Færeyingar verði olíuþjóð. Högni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, segir mikilvægt að Færeyingar fái sjálfstæði áður en olían finnst, - olíufundur geti leitt til þess að Danir verði tregari að slíta sambandinu. Kannanir sýna að Færeyingar skiptast nokkurn veginn til helminga í afstöðunni til þess hvort slíta eigi sambandinu við Dani. En gæti stór olíufundur breytt miklu í sjálfstæðismálunum? Stuðningur Dana nemur um ellefu prósentum af fjárlögum Færeyja og yrði væntalega óþarfur ef olían finnst. Högna Hoydal finnst tryggast að fá sjálfstæðið áður: „Við sjáum hvað er að gerast í Grænlandi. Það er sama mál," segir Högni. „Vissir Danir eru að segja í danska þinginu að nú verði Danir að fá hluta af fjárlögum þar. Svo þetta gæti skapað vandamál. Því væri best fyrir Færeyjar og samstarf okkar við Ísland og Grænland og aðra um olíuna að við fáum sjálfstæðið áður en við finnum olíuna. Svo ég er að vona að það gerist fljótt," segir Högni Hoydal. Jóhan Dahl er jafnframt varaformaður Sambandsflokksins, sem vill halda sambandinu við Dani, og hann vill að áherslan verði á velferð. „Það sem stjórnmálamenn eiga að vera uppteknir af er að tryggja að Færeyjar næstu 100-200 árin verði velferðarsamfélag sem gott er að búa í, jafnt fyrir unga sem aldna," segir Jóhan Dahl. Báðir eru þeir Jóhan og Högni sannfærðir um að Færeyingar verði olíuþjóð. „Það hefur þegar fundist olía. Það var bara ekki nógu mikið til þess að vinna úr því. Svo það er bara spurning um tíma hvenær olían kemur. Þá verðum við bara að vera undirbúin," segir Högni. „Við höfum ekki borað nema 6-7 holur í Færeyjum enn, ekki eins og í Noregi, til dæmis, þar þurfti að bora 30 holur áður en þeir fundu fyrstu olíuna," segir atvinnumálaráðherrann Jóhan Dahl og bætir við: „Ég efast ekki um að Færeyingar verði í framtíðinni orkuframleiðsluþjóð, annaðhvort í gasi eða olíu, eða hvoru tveggja. Það er ég handviss um."
Tengdar fréttir Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Færeyskar útgerðir færa sig í olíuiðnað Færeyskir útgerðarmenn, sem áður réru til fiskjar, hafa í auknum mæli snúið sér að olíuútgerð og gera nú út nærri tuttugu sérhæfð skip fyrir olíuiðnað. Olíuútrás Færeyinga skilar nú átta til ellefu prósentum af þjóðartekjum eyjanna. Jan Müller ritstýrir fréttavefmiðli færeyska olíugeirans og hann segir okkur að þótt engin vinnanleg olía hafi ennþá fundist í lögsögu Færeyja starfi samt milli þúsund og fimmtán hundruð Færeyingar við olíuiðnaðinn, margir þeirra erlendis. "Til dæmis eru 250 færeyskir rafvirkjar leigðir út til að vinna í norska olíuiðnaðinum. 9. apríl 2013 19:00