Innlent

Sigmundur Davíð fær umboðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigmundur Davið Gunnlaugsson mætir til fundar við forsetann.
Sigmundur Davið Gunnlaugsson mætir til fundar við forsetann. Mynd/ LVP.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fær umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson forseti tilkynnti þetta nú í hádeginu. Sigmundur Davíð mætti til forsetans klukkan hálftólf til að fara yfir stöðu mála.

Á þessari stundu er alls óljóst við hvern Sigmundur Davíð mun ræða um myndun stjórnar. Hann hefur kost á myndun tveggja flokka meirihlutastjórn með Sjálfstæðisflokknum, en einnig á hann kost á samstarfi við vinstri flokkana, það er Samfylkingu, VG, og/eða Bjartri Framtíð. Að slíkri stjórn þyrftu þó að koma minnst þrír flokkar.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað sagt að hann teldi tveggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins besta kostinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×