Alonso er í uppáhaldi Hamilton Birgir Þór Harðarson skrifar 8. maí 2013 21:45 Hamilton og Alonso yrðu góðir liðsfélagar í dag, segir Hamilton. Enn á ný hefur Lewis Hamilton, liðsmaður Mercedes í Formúlu 1, lýst yfir aðdáun sinni á Fernando Alonso, liðsmanni Ferrari. Þeir félagar hafa hins vegar ekki alltaf virt hvorn annan því árið 2007 sprakk McLaren-liðið í loft upp þegar Alonso og Hamilton stóðu í mega deilum. Jafnvel þó Sebastian Vettel sé sá ökuþór sem nýtur mestrar velgengni á brautinni um þessar mundir gefur Hamilton gamla liðsfélaga sínum flest stig. „Það er kannski skrítið en sá sem ég dái mest er Fernando, fyrir helberan hraða hans sem er nærri ótrúlegur,“ sagði Hamilton við breska dagblaðið Daily Mail. „Ég held að það komist enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í þessari íþrótt.“ Hamilton telur sig vera þroskaðari manneskju núna og gæti vel hugsað sér að vera liðsfélagi Alonso á ný án þess að það myndi leiða til vandræða. „Ég er eldri núna svo ég er viss um að við ættum betra samband. Mér finnst ég vera orðinn betri í að skapa sambönd við liðsfélaga en það skiptir náttúrlega máli hver það er.“ „Ef Alonso og Vettel væru til dæmis í sama liði yrði liðið í vandræðum um leið...“ Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Enn á ný hefur Lewis Hamilton, liðsmaður Mercedes í Formúlu 1, lýst yfir aðdáun sinni á Fernando Alonso, liðsmanni Ferrari. Þeir félagar hafa hins vegar ekki alltaf virt hvorn annan því árið 2007 sprakk McLaren-liðið í loft upp þegar Alonso og Hamilton stóðu í mega deilum. Jafnvel þó Sebastian Vettel sé sá ökuþór sem nýtur mestrar velgengni á brautinni um þessar mundir gefur Hamilton gamla liðsfélaga sínum flest stig. „Það er kannski skrítið en sá sem ég dái mest er Fernando, fyrir helberan hraða hans sem er nærri ótrúlegur,“ sagði Hamilton við breska dagblaðið Daily Mail. „Ég held að það komist enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í þessari íþrótt.“ Hamilton telur sig vera þroskaðari manneskju núna og gæti vel hugsað sér að vera liðsfélagi Alonso á ný án þess að það myndi leiða til vandræða. „Ég er eldri núna svo ég er viss um að við ættum betra samband. Mér finnst ég vera orðinn betri í að skapa sambönd við liðsfélaga en það skiptir náttúrlega máli hver það er.“ „Ef Alonso og Vettel væru til dæmis í sama liði yrði liðið í vandræðum um leið...“
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira