Handbolti

Framkvæmdastjórinn reynt að fegra hlutina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rúnar Kárason er kominn í fínt form eftir að hafa verið frá framan af tímabili vegna meiðsla.
Rúnar Kárason er kominn í fínt form eftir að hafa verið frá framan af tímabili vegna meiðsla. Nordicphotos/Getty
„Það hefur verið launaseinkun í allan vetur þannig að þetta er ekkert nýtt af nálinni," segir handknattleiksmaðurinn Rúnar Kárason hjá Grosswallstadt í samtali við Vísi. Leikmenn liðsins mættu ekki til æfinga á föstudag í mótmælaskyni við ítrekaða seinkun á launagreiðslum.

Framkvæmdastjóri Grosswallstadt, Gudi Heerstrass, segir í viðtali við Westfälische Nachrichten að launagreiðslur hafi dregist. Leikmenn geti þó reiknað með því að fá launin á réttum tíma.

„Framkvæmdastjórinn hefur reynt að fegra þetta og segja að þetta hafi bara verið einn mánuður. Það er argasta vitleysa," segir Rúnar. Greiðslum hafi seinkað um mánuð strax síðastliðið haust og svo aftur um mánuð um daginn. Heerstrass hafi sagst ætla að leggja laun inn á reikninginn en það hafi hann ekki gert þegar til kastanna kom.

Grosswallstadt mætir TV 1893 Neuhausen í botnbaráttuslag. Bæði lið hafa ellefu stig og eru fjórum stigum frá fallsæti.

„Það var gott að fá tíma til að koma þessu út úr kerfinu. Vera ekkert að hugsa um handbolta um helgina. Svo mættu menn á æfingu í gær klárir í slaginn," segir Rúnar. Liðið þurfi að vinna þrjá leiki til að komast á öruggt svæði.

„Það er vel framkvæmanlegt," segir stórskyttan úr Safamýrinni.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.


Tengdar fréttir

Fá ekki greidd laun

"Það passar. Við æfðum ekki á föstudaginn. Við höfum beðið í langan tíma eftir því að fá greidd laun og andrúmsloftið í klefanum er þungt," segir Sverre Jakobsson fyrirliði Grosswallstadt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×