Bjarnfreður var fullur efasemda Stígur Helgason skrifar 6. maí 2013 11:26 Bjarnfreður Ólafsson, lengst til hægri á myndinni, er ákærður fyrir að hafa sent inn falska tilkynningu um viðskiptin. Mynd/ Stefán. Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafi verið fullir efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. Bjarnfreður segist engu að síður hafa gert rétt með því að senda tilkynningu um hækkunina til Fyrirtækjaskrár, enda hafi hann þar bara verið að sinna skyldu sinni sem lögmaður félagsins. Tilkynningin hafi verið sannleikanum samkvæm, enda hækkunin samþykkt með þessum hætti í stjórn Existu. „Hún er 100% hárrétt og ég mundi orða hana eins aftur í dag. Það var rétt ákvörðun hjá mér að gera eins og mér var boðið af umbjóðanda mínum," sagði Bjarnfreður þegar hann gaf skýrslu í máli sérstaks saksóknara á hendur honum og Lýði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Exista hafi talið sig hafa fengið sanngjarnt verð fyrir hækkunina og jafnframt talið sig hafa fengið lögfræðiráðgjöf um að hún væri eðlileg. Hann sagði hins vegar að sú túlkun að þessi leið væri heimil hafi mætt miklum efasemdum hjá lögfræðingum Logos. „Ég efaðist ekki um það eina ekúndu að það mundi reyna á þessa túlkun," sagði Bjarnfreður, með vísan til þess að hann hafi talið að málið mundi líklega stoppa á Fyrirtækjaskrá. Það hafi hins vegar ekki gerst. „Starfsmenn fyrirtækjaskrár, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, brugðust þeirri lagaskyldu sinni að einfaldlega lesa tilkynninguna. Það er með ólíkindum," sagði Bjarnfreður. Það var ekki fyrr en sumarið eftir sem málið var skoðað, hlutafjáraukningin lýst ólögmæt og hlutaféð lækkað aftur. Í millitíðinni, eftir að Lýður og Ágúst treystu tök sín á Existu með hlutafjáraukningunni, hafði hins vegar myndast yfirtökuskylda og þeir keypt hluti annarra, sem varð til þess að þeir héldu yfirráðum yfir félaginu þótt hlutafjáraukningin gengi til baka og milljarðurinn væri greiddur aftur. Bjarnfreður staðfesti að milljarðurinn hefði legið á reikningi á vegum Logos allan tímann þangað til hlutafjáraukningin gekk til baka sumarið 2009. Hann kom því aldrei formlega inn í rekstur Existu. Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Bjarnfreður Ólafsson, lögfræðingur á Logos, segir að hann og aðrir starfsmenn Logos hafi verið fullir efasemda um að það mundi standast að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu, eins og Lýður og Ágúst Guðmundssynir gerðu í desember 2008. Bjarnfreður segist engu að síður hafa gert rétt með því að senda tilkynningu um hækkunina til Fyrirtækjaskrár, enda hafi hann þar bara verið að sinna skyldu sinni sem lögmaður félagsins. Tilkynningin hafi verið sannleikanum samkvæm, enda hækkunin samþykkt með þessum hætti í stjórn Existu. „Hún er 100% hárrétt og ég mundi orða hana eins aftur í dag. Það var rétt ákvörðun hjá mér að gera eins og mér var boðið af umbjóðanda mínum," sagði Bjarnfreður þegar hann gaf skýrslu í máli sérstaks saksóknara á hendur honum og Lýði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Exista hafi talið sig hafa fengið sanngjarnt verð fyrir hækkunina og jafnframt talið sig hafa fengið lögfræðiráðgjöf um að hún væri eðlileg. Hann sagði hins vegar að sú túlkun að þessi leið væri heimil hafi mætt miklum efasemdum hjá lögfræðingum Logos. „Ég efaðist ekki um það eina ekúndu að það mundi reyna á þessa túlkun," sagði Bjarnfreður, með vísan til þess að hann hafi talið að málið mundi líklega stoppa á Fyrirtækjaskrá. Það hafi hins vegar ekki gerst. „Starfsmenn fyrirtækjaskrár, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, brugðust þeirri lagaskyldu sinni að einfaldlega lesa tilkynninguna. Það er með ólíkindum," sagði Bjarnfreður. Það var ekki fyrr en sumarið eftir sem málið var skoðað, hlutafjáraukningin lýst ólögmæt og hlutaféð lækkað aftur. Í millitíðinni, eftir að Lýður og Ágúst treystu tök sín á Existu með hlutafjáraukningunni, hafði hins vegar myndast yfirtökuskylda og þeir keypt hluti annarra, sem varð til þess að þeir héldu yfirráðum yfir félaginu þótt hlutafjáraukningin gengi til baka og milljarðurinn væri greiddur aftur. Bjarnfreður staðfesti að milljarðurinn hefði legið á reikningi á vegum Logos allan tímann þangað til hlutafjáraukningin gekk til baka sumarið 2009. Hann kom því aldrei formlega inn í rekstur Existu.
Tengdar fréttir Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54 Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. 6. maí 2013 10:54
Aðalmeðferð hefst í dag í málinu gegn Lýði og Bjarnfreði Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn Lýði Guðmundssyni og Bjarnfreði Ólafssyni verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. maí 2013 08:50