Innlent

Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA

Meintir þjófar tóku strikamerki af hræódýrum vörum og límdu yfir strikamerki á dýrari varningi.
Meintir þjófar tóku strikamerki af hræódýrum vörum og límdu yfir strikamerki á dýrari varningi.
Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA.

DV greinir frá þessu í dag en blaðið hefur undir höndum leyniskýrslu um meintan þjófnað og þjófa. Glæpirnir umræddir eru raktir sex ár aftur í tímann. Af gögnum má sjá að meintir þjófar tóku strikamerki af hræódýrum vörum og límdu yfir strikamerki á dýrari varningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×