Gerir ekki kröfu um að verða forsætisráðherra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. maí 2013 12:02 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni héldu ásamt aðstoðarmönnum sínum út úr borginni í morgun. Ekki verður gefið upp hvar viðræður þeirra fara fram að öðru leyti en því að þeir séu ekki á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni er bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga vel. Hann telur að hægt verði að ná samkomulagi um skuldamál heimilanna svo og skattalækkanir sem var eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. „Það sem mér finnst skipta mestu varðandi skuldamál heimilanna er að báðir flokkar voru með þetta sem eitt af sínum helstu kosningamálum. Við telfdum fram okkar hugmyndum um það hvernig hægt væri að styðja við heimilin og aðstoða við skuldalækkun. Framsóknarflokkurinn var með sínar hugmyndir. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við finnum ekki einhverja góða leið til þess að ná þessu sameiginlega markmiði heimilanna. Skattalækkanir eru síðan svona dálítið annað mál, það reyndar tengist ráðstöfunartekjum heimilanna, en líka því að örva fjárfestingu í atvinnulífinu og það er mál sem við leggjum mikla áherslu á og verður hluti af stjórnarsáttmálanum,“ segir Bjarni. En þú telur að þetta geti farið saman þetta tvennt? „Já, þetta er í aðra röndina spurning um tímasetningar og það hvernig við hrindum hlutunum í framkvæmd. En já, já, ég tel vel að þetta geti farið saman enda var þetta hluti af okkar kosningastefnu að bæði taka á skuldavandanum og lækka skatta.“ Gerið þið kröfu um að fá forsætisráðherrastólinn? „Nei, ég ætla ekki að stilla því þannig fram.“ Sigmundur Davíð segir dagskrá viðræðnanna enn ekki liggja fyrir. „Þetta leggst nú bara vel í mig það eru auðvitað mörg og stór mál sem þarf að fara yfir þannig að þetta mun taka einhvern tíma en það er rétt að vera bjartsýnn í upphafi að minnsta kosti,“ segir Sigmundur Davíð. Bæði Sigmundur og Bjarni telja að viðræðurnar geti gengið nokkuð hratt fyrir sig. „Við erum að hefjast handa núna og ég er bjartsýnn á vikan að hún muni reynast okkur drjúg til að ljúka verkinu,“ segir Bjarni að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur sig geta náð samkomulagi við formann Framsóknarflokksins um skuldamál heimilanna og skattalækkanir. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður flokkannna fyrir hádegi en er fundað fyrir utan borgarmörkin. Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni héldu ásamt aðstoðarmönnum sínum út úr borginni í morgun. Ekki verður gefið upp hvar viðræður þeirra fara fram að öðru leyti en því að þeir séu ekki á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni er bjartsýnn á að viðræðurnar muni ganga vel. Hann telur að hægt verði að ná samkomulagi um skuldamál heimilanna svo og skattalækkanir sem var eitt af helstu stefnumálum Sjálfstæðisflokksins í kosningunum. „Það sem mér finnst skipta mestu varðandi skuldamál heimilanna er að báðir flokkar voru með þetta sem eitt af sínum helstu kosningamálum. Við telfdum fram okkar hugmyndum um það hvernig hægt væri að styðja við heimilin og aðstoða við skuldalækkun. Framsóknarflokkurinn var með sínar hugmyndir. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að við finnum ekki einhverja góða leið til þess að ná þessu sameiginlega markmiði heimilanna. Skattalækkanir eru síðan svona dálítið annað mál, það reyndar tengist ráðstöfunartekjum heimilanna, en líka því að örva fjárfestingu í atvinnulífinu og það er mál sem við leggjum mikla áherslu á og verður hluti af stjórnarsáttmálanum,“ segir Bjarni. En þú telur að þetta geti farið saman þetta tvennt? „Já, þetta er í aðra röndina spurning um tímasetningar og það hvernig við hrindum hlutunum í framkvæmd. En já, já, ég tel vel að þetta geti farið saman enda var þetta hluti af okkar kosningastefnu að bæði taka á skuldavandanum og lækka skatta.“ Gerið þið kröfu um að fá forsætisráðherrastólinn? „Nei, ég ætla ekki að stilla því þannig fram.“ Sigmundur Davíð segir dagskrá viðræðnanna enn ekki liggja fyrir. „Þetta leggst nú bara vel í mig það eru auðvitað mörg og stór mál sem þarf að fara yfir þannig að þetta mun taka einhvern tíma en það er rétt að vera bjartsýnn í upphafi að minnsta kosti,“ segir Sigmundur Davíð. Bæði Sigmundur og Bjarni telja að viðræðurnar geti gengið nokkuð hratt fyrir sig. „Við erum að hefjast handa núna og ég er bjartsýnn á vikan að hún muni reynast okkur drjúg til að ljúka verkinu,“ segir Bjarni að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira