Guðmundar og Geirfinnsmálið einstakt á heimsmælikvarða Helga Arnardóttir skrifar 4. maí 2013 14:50 Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir Guðmundar og Geirfinnsmálið einstakt á heimsmælikvarða og hefur niðurstaða starfshópsins sem vann að málinu hafa vakið athygli fræðasamfélags á alþjóðavettvangi. Rúmur mánuður er liðinn frá því niðurstaða starfshóps um Guðmundar og Geirfinnsmál var gerð opinber með viðamikilli skýrslu. Niðurstaða hópsins var að framburður sakborninginganna sex í málinu fyrir dómi og hjá lögreglu hafi ýmist verið óáreiðanlegur eða falskur. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir þetta mál einstakt á heimsmælikvarða. „Ég segi þetta út frá minni þekkingu, ég hef unnið að svo mörgum málum víða um heim og mjög frægum málum sem hafa verið talin alvarleg þegar kemur að því hvernig fólk hefur verið yfirheyrt og annað. Þannig að þetta er mjög einstakt mál," segir Gísli. Hann segir málið óvenjulegt sérstaklega út af langri einangrun sem meirihluti sakborninganna þurfti að upplifa en lengsta einangrunin stóð yfir í hátt í tvö ár. Það gefi einnig innsýn í hvað einangrun og yfirheyrslutækni geti haft mikil áhrif á framburð sakborninga. „Það var ekkert um annað að ræða en að reyna hjálpa lögreglunni. Eins og ég lít á þetta mál núna, þá er greinilegt að þessir einstaklingar höfðu enga útgönguleið. Eina í stöðunni var að gefa lögreglunni þær upplýsingar sem þeir töldu að lögreglan vildi vita. Því annars yrði einangrunin bara lengri sem þeir sáu ekki fram á að losna úr." Gísli segir niðurstöðu starfshópsins hafa vakið athygli fræðasamfélagsins á alþjóðavísu. „Þess vegna erum við að skrifa grein sem verður sent í alþjóðlegt vísindarit um sálfræðilega þætti þessa máls og gefa upplýsingar um það frá fræðilegu sjónarmiði hvaða áhrif einangrun og yfirheyrslur geta haft á sálarlíf einstaklinga og framburð þeirra hjá lögreglu.“ Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Sjá meira
Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir Guðmundar og Geirfinnsmálið einstakt á heimsmælikvarða og hefur niðurstaða starfshópsins sem vann að málinu hafa vakið athygli fræðasamfélags á alþjóðavettvangi. Rúmur mánuður er liðinn frá því niðurstaða starfshóps um Guðmundar og Geirfinnsmál var gerð opinber með viðamikilli skýrslu. Niðurstaða hópsins var að framburður sakborninginganna sex í málinu fyrir dómi og hjá lögreglu hafi ýmist verið óáreiðanlegur eða falskur. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur segir þetta mál einstakt á heimsmælikvarða. „Ég segi þetta út frá minni þekkingu, ég hef unnið að svo mörgum málum víða um heim og mjög frægum málum sem hafa verið talin alvarleg þegar kemur að því hvernig fólk hefur verið yfirheyrt og annað. Þannig að þetta er mjög einstakt mál," segir Gísli. Hann segir málið óvenjulegt sérstaklega út af langri einangrun sem meirihluti sakborninganna þurfti að upplifa en lengsta einangrunin stóð yfir í hátt í tvö ár. Það gefi einnig innsýn í hvað einangrun og yfirheyrslutækni geti haft mikil áhrif á framburð sakborninga. „Það var ekkert um annað að ræða en að reyna hjálpa lögreglunni. Eins og ég lít á þetta mál núna, þá er greinilegt að þessir einstaklingar höfðu enga útgönguleið. Eina í stöðunni var að gefa lögreglunni þær upplýsingar sem þeir töldu að lögreglan vildi vita. Því annars yrði einangrunin bara lengri sem þeir sáu ekki fram á að losna úr." Gísli segir niðurstöðu starfshópsins hafa vakið athygli fræðasamfélagsins á alþjóðavísu. „Þess vegna erum við að skrifa grein sem verður sent í alþjóðlegt vísindarit um sálfræðilega þætti þessa máls og gefa upplýsingar um það frá fræðilegu sjónarmiði hvaða áhrif einangrun og yfirheyrslur geta haft á sálarlíf einstaklinga og framburð þeirra hjá lögreglu.“
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Sjá meira