Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Helga Arnardóttir skrifar 4. maí 2013 13:23 Vatnsendi. Myndin er úr safni. Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í fjörutíu og fimm ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Auk þess hefur jörðin verið eitt aðal byggingarland Kópavogsbæjar síðustu ár og Þorsteinn Hjaltested haft miklar tekjur af. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur. Sigmundur Hannesson er lögmaður afkomenda Sigurðar Hjaltested sem sóttu málið upphaflega . Hann segir þetta flókna mál hafa staðið lengi yfir. „Það má kannski orða það svo að réttarstaða afkomenda Sigurðar hefur skýrst verulega en ég tel hana vera mjög sterka eftir niðurstöðu Hæstaréttar," segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir Þorstein Hjaltested, elsta son Magnúsar Sigurðssonar, hafa stöðu eins erfingja í þessu dánarbúi en Hæstiréttur hafi staðfest að Magnús, faðir Þorsteins, hafi eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. „Það er búið að taka eignarnámi og greiða gífurlega fjármuni vegna Vatnsendans frá Kópavogsbæ til Þorsteins Hjaltested ábúandans og umráðamanns jarðarinnar og áður föður hans Magnúsar, þannig að þetta þarf að skoða allt saman." En hvað tekur við eftir dóminn að mati Sigmundar? „Núna er komin staðfesting á því að raunverulegur eignaréttur liggur hjá þessu gamla dánarbúi. Síðan á eflaust eftir að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða úr því. Í ljósi þess að dómsniðurstaða er fengin þá mun væntanlega skiptastjóri kalla til skiptafundar og meta stöðuna með erfingjunum í framhaldinu.“ Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í fjörutíu og fimm ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Auk þess hefur jörðin verið eitt aðal byggingarland Kópavogsbæjar síðustu ár og Þorsteinn Hjaltested haft miklar tekjur af. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur. Sigmundur Hannesson er lögmaður afkomenda Sigurðar Hjaltested sem sóttu málið upphaflega . Hann segir þetta flókna mál hafa staðið lengi yfir. „Það má kannski orða það svo að réttarstaða afkomenda Sigurðar hefur skýrst verulega en ég tel hana vera mjög sterka eftir niðurstöðu Hæstaréttar," segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir Þorstein Hjaltested, elsta son Magnúsar Sigurðssonar, hafa stöðu eins erfingja í þessu dánarbúi en Hæstiréttur hafi staðfest að Magnús, faðir Þorsteins, hafi eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. „Það er búið að taka eignarnámi og greiða gífurlega fjármuni vegna Vatnsendans frá Kópavogsbæ til Þorsteins Hjaltested ábúandans og umráðamanns jarðarinnar og áður föður hans Magnúsar, þannig að þetta þarf að skoða allt saman." En hvað tekur við eftir dóminn að mati Sigmundar? „Núna er komin staðfesting á því að raunverulegur eignaréttur liggur hjá þessu gamla dánarbúi. Síðan á eflaust eftir að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða úr því. Í ljósi þess að dómsniðurstaða er fengin þá mun væntanlega skiptastjóri kalla til skiptafundar og meta stöðuna með erfingjunum í framhaldinu.“
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira