Kanye West keypti umdeilda regnhlíf af Sruli 2. maí 2013 13:53 Sruli Recht. Rúmlega ein milljón manns eru búnir að fara inn á heimasíðu hönnuðarins Sruli Recht síðasta sólahringinn, auk þess sem tónlistarstjarnan Kanye West keypti umdeilda regnhlíf af Sruli. Það var mynd af hákarlahönskum sem vöktu athygli notenda vefsins reddit.com, sem sumir kannast við eftir að Jón Gnarr fór í viðtal á vefnum fyrir nokkru. „Þetta eru hanskar úr hárkarlaskinni sem snýr inn. Þú getur eiginlega ekki farið úr þeim eftir að hafa klætt þig í þá,“ útskýrir Eva Brá Barkardóttir, verslunarstjóri Sruli Recht Store sem er í miðbæ Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún eigi við með að viðkomandi geti ekki klætt sig aftur úr hönskunum, útskýrir hún að efnið sé þess eðlis að það er ómögulegt að klæða sig úr hanskanum nema með tilheyrandi sársauka og eyðileggja hanskann að auki. „Það kallar á mjög mikla skuldbindingu að fara í hanskann,“ segir Eva Brá og útskýrir kankvís að hanskarnir séu kannski frekar hugsaðir sem listaverk. Áhuginn á hönskunum, og athyglin sem þeir fengu, varð til þess að Kanye West hafði samband við búðina og vill kaupa umdeildu regnhlífina The umbuster. Sruli var ákærður fyrir brot á vopnalögum þegar hann flutti járnin til landsins á sínum tíma, enda haldfangið hnúajárn. Ákæran var þó felld niður að lokum. West er ekki fyrsta stjarnan sem kaupir föt af þessum hugmyndaríka hönnuði sem er frá Ástralíu, en þeir Karl Lagerfeld fatahönnuður og rokkstjarnan Lenny Kravitz keyptu jakka af honum fyrir nokkru. Eva Brá segist ekki vita hver setti myndina inn á reddit.com, en viðbrögðin hafa verið gríðarleg. „Það er fullt af fólki að senda okkur pósta og spyrja okkur bæði um land og þjóð,“ segir hún. Fyrir áhugasama þá er verslunin á Bergstaðastræti 4 auk þess sem útsala er í gangi. Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Rúmlega ein milljón manns eru búnir að fara inn á heimasíðu hönnuðarins Sruli Recht síðasta sólahringinn, auk þess sem tónlistarstjarnan Kanye West keypti umdeilda regnhlíf af Sruli. Það var mynd af hákarlahönskum sem vöktu athygli notenda vefsins reddit.com, sem sumir kannast við eftir að Jón Gnarr fór í viðtal á vefnum fyrir nokkru. „Þetta eru hanskar úr hárkarlaskinni sem snýr inn. Þú getur eiginlega ekki farið úr þeim eftir að hafa klætt þig í þá,“ útskýrir Eva Brá Barkardóttir, verslunarstjóri Sruli Recht Store sem er í miðbæ Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún eigi við með að viðkomandi geti ekki klætt sig aftur úr hönskunum, útskýrir hún að efnið sé þess eðlis að það er ómögulegt að klæða sig úr hanskanum nema með tilheyrandi sársauka og eyðileggja hanskann að auki. „Það kallar á mjög mikla skuldbindingu að fara í hanskann,“ segir Eva Brá og útskýrir kankvís að hanskarnir séu kannski frekar hugsaðir sem listaverk. Áhuginn á hönskunum, og athyglin sem þeir fengu, varð til þess að Kanye West hafði samband við búðina og vill kaupa umdeildu regnhlífina The umbuster. Sruli var ákærður fyrir brot á vopnalögum þegar hann flutti járnin til landsins á sínum tíma, enda haldfangið hnúajárn. Ákæran var þó felld niður að lokum. West er ekki fyrsta stjarnan sem kaupir föt af þessum hugmyndaríka hönnuði sem er frá Ástralíu, en þeir Karl Lagerfeld fatahönnuður og rokkstjarnan Lenny Kravitz keyptu jakka af honum fyrir nokkru. Eva Brá segist ekki vita hver setti myndina inn á reddit.com, en viðbrögðin hafa verið gríðarleg. „Það er fullt af fólki að senda okkur pósta og spyrja okkur bæði um land og þjóð,“ segir hún. Fyrir áhugasama þá er verslunin á Bergstaðastræti 4 auk þess sem útsala er í gangi.
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira