Allt tal um minnihlutastjórn brandari Karen Kjartansdóttir skrifar 1. maí 2013 12:09 Guðni Th.. Jóhannesson sagnfræðingur. Allt tal um minnihlutastjórn hljómar eins og brandari. Þetta segir sagnfræðingur sem rannsakað hefur stjórnarmyndanir og stjórnarslit á Íslandi. Stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé langlíklegasta niðurstaðan þegar menn séu búnir að sýna skrautfjaðrirnar og dansa stríðsdansa. Fundir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, með forystumönnum annarra flokka sem eiga kjörna þingmenn halda áfram í dag. Sjálfstæðismenn eru margir reiðir Sigmundi vegna þessa. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu í dag að hann vilji enn tveggja flokka stjórn en verið sé að ýta sér út í viðræður við aðra flokka með þessu fyrirkomulagi. Þá segir hann að ef menn vilji alvöru viðræður þá hefji menn alvöru viðræður. Ummæli Birgittu Jónsdóttur, kapteins Pírata, á Facebook síðu hennar í dag hafa einnig vakið athygli en á henni segir hún að möguleg útkoma stjórnarmyndunar muni koma öllum á óvart. Segist hún ekki vilja segja meira að sinni en vísar til samtala við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins frá því í gær. Í samtali um málið við mbl.is segir hún að Píratar séu reiðubúnir að fara nýjar leiðir þó þeir sækist ekki eftir ráðherrastólum. Minnihlutastjórnir séu til að mynda góð leið til þess að efla betri þingmenningu. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur sem ritaði bókina Völundarhús valdsins sem fjallar um hlstöðu forseta Íslands, stjórnarmyndanir og stjórnarslit, hefur enga trú á tali um minnihlustastjórn. „Ég verð kannski að éta einhvern hatt en mér finnst bara svo fáránlegt að menn séu í alvöru að tala um einhverja minnhlutastjórn að maður bara skilur þetta ekki,“ segir Guðni. Minnihlutastjórnir eru ríkisstjórnir sem hafa ekki öruggan þingmeirihluta á bak við sig. Slíkar stjórnir þurfa yfirleitt óbeinan stuðning þingmanna úr öðrum flokkum. Þær minnihlutastjórnir sem hafa setið á Íslandi hafa yfirleitt setið stutt, eru taldar veikar stjórnir og eiga erfitt með að koma málum í gegnum þingið. Stjórn Jóhönnu Sigurðarsdóttur, fráfarandi forsætisráðherra, var sú sem síðast var stofnað til sem minnihlutastjórnar. Það var gert í upplausninni eftir hrunið árið 2009 og varði Framsóknarflokkurinn hana þá vantrausti. „Minnihlutastjórn er neyðarkostur sem er valinn þegar fokið er í önnur skjól þannig maður skilur þetta ekki alveg,“ segir hann. En hvaða leik í valdataflinu er þá Sigmundur Davíð að leika með þessu? „Ég veit ekki alveg hvaða leik hann er að spila. Hann er nýgræðingur í þessu og vill greinilega stíga varlega til jarðar og er annt um það að menn taki Framsóknarflokkinn alvarlega og sýni honum tilhlýðilega virðingu og gangi ekki að neinu sem vísu. Hver heldur þú að verði líklegasta niðurstaðan í öllu þessu? Maður heldur nú enn að líklegasta niðurstaðan sé tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og þegar menn eru búnir að stilla sér upp og sýna þessar skrautfjaðrir sínar og dansa stríðsdans eða hvað menn vilja kalla það og láta alla vita hver staðan er. Auðvitað eru menn að tala saman hinir og þessir á bak við tjöldin, það eru víða þræðir á milli þessara tveggja stóru flokka. Það eru ekki bara leiðtogarnir sem munu tala saman formlega. Það eru aðrir sem hafa ýmsar tengingar hingað og þangað sem eru að hittast hér og þar. Þannig að það er nú verið að undirbúa jarðveginn, það er munur á sjónarspili og því sem gerist á bak við tjöldin,“ segir Guðni. Kosningar 2013 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Allt tal um minnihlutastjórn hljómar eins og brandari. Þetta segir sagnfræðingur sem rannsakað hefur stjórnarmyndanir og stjórnarslit á Íslandi. Stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sé langlíklegasta niðurstaðan þegar menn séu búnir að sýna skrautfjaðrirnar og dansa stríðsdansa. Fundir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, með forystumönnum annarra flokka sem eiga kjörna þingmenn halda áfram í dag. Sjálfstæðismenn eru margir reiðir Sigmundi vegna þessa. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í Fréttablaðinu í dag að hann vilji enn tveggja flokka stjórn en verið sé að ýta sér út í viðræður við aðra flokka með þessu fyrirkomulagi. Þá segir hann að ef menn vilji alvöru viðræður þá hefji menn alvöru viðræður. Ummæli Birgittu Jónsdóttur, kapteins Pírata, á Facebook síðu hennar í dag hafa einnig vakið athygli en á henni segir hún að möguleg útkoma stjórnarmyndunar muni koma öllum á óvart. Segist hún ekki vilja segja meira að sinni en vísar til samtala við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins frá því í gær. Í samtali um málið við mbl.is segir hún að Píratar séu reiðubúnir að fara nýjar leiðir þó þeir sækist ekki eftir ráðherrastólum. Minnihlutastjórnir séu til að mynda góð leið til þess að efla betri þingmenningu. Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur sem ritaði bókina Völundarhús valdsins sem fjallar um hlstöðu forseta Íslands, stjórnarmyndanir og stjórnarslit, hefur enga trú á tali um minnihlustastjórn. „Ég verð kannski að éta einhvern hatt en mér finnst bara svo fáránlegt að menn séu í alvöru að tala um einhverja minnhlutastjórn að maður bara skilur þetta ekki,“ segir Guðni. Minnihlutastjórnir eru ríkisstjórnir sem hafa ekki öruggan þingmeirihluta á bak við sig. Slíkar stjórnir þurfa yfirleitt óbeinan stuðning þingmanna úr öðrum flokkum. Þær minnihlutastjórnir sem hafa setið á Íslandi hafa yfirleitt setið stutt, eru taldar veikar stjórnir og eiga erfitt með að koma málum í gegnum þingið. Stjórn Jóhönnu Sigurðarsdóttur, fráfarandi forsætisráðherra, var sú sem síðast var stofnað til sem minnihlutastjórnar. Það var gert í upplausninni eftir hrunið árið 2009 og varði Framsóknarflokkurinn hana þá vantrausti. „Minnihlutastjórn er neyðarkostur sem er valinn þegar fokið er í önnur skjól þannig maður skilur þetta ekki alveg,“ segir hann. En hvaða leik í valdataflinu er þá Sigmundur Davíð að leika með þessu? „Ég veit ekki alveg hvaða leik hann er að spila. Hann er nýgræðingur í þessu og vill greinilega stíga varlega til jarðar og er annt um það að menn taki Framsóknarflokkinn alvarlega og sýni honum tilhlýðilega virðingu og gangi ekki að neinu sem vísu. Hver heldur þú að verði líklegasta niðurstaðan í öllu þessu? Maður heldur nú enn að líklegasta niðurstaðan sé tveggja flokka stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og þegar menn eru búnir að stilla sér upp og sýna þessar skrautfjaðrir sínar og dansa stríðsdans eða hvað menn vilja kalla það og láta alla vita hver staðan er. Auðvitað eru menn að tala saman hinir og þessir á bak við tjöldin, það eru víða þræðir á milli þessara tveggja stóru flokka. Það eru ekki bara leiðtogarnir sem munu tala saman formlega. Það eru aðrir sem hafa ýmsar tengingar hingað og þangað sem eru að hittast hér og þar. Þannig að það er nú verið að undirbúa jarðveginn, það er munur á sjónarspili og því sem gerist á bak við tjöldin,“ segir Guðni.
Kosningar 2013 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira