Alþjóðadagur gegn hómó – og transfóbíu er í dag Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. maí 2013 16:48 Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, og Katrín Jakobsdóttir flögguðu regnbogaflaggi við Hörpu í dag. MYND/Samtökin 78 Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hómó, tvíkynhneigðar -og transfóbíu. Þann sautjánda maí 1990 tók Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, segir vel við hæfi að halda upp á baráttuna gegn fordómum þennan dag. „Við erum búin að flagga regnbogaflagginu, merki hinsegin fólks, hér og þar um landið. Margir menntaskólar og sveitafélög lögðu sitt af mörkum og Hafnarfjörður keypti til dæmis sex fána af okkur.“ Ísland í tíunda sæti Í dag birtu evrópusamtök hinsegin fólks Regnbogakortið, ársyfirlit og úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Skjölin draga upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í 49 löndum og stig gefin á skalanum 1-100%. Ísland er í tíunda sæti á kortinu í ár með 57 stig af 100 og færir sig upp um eitt sæti síðan í fyrra. Íslendingar eru eftirbátar granna sinna á Norðurlöndunum, að Finnum undanskildum. Bretland trónir á toppi listans með 77 stig en Rússland situr í botnsætinu með aðeins 7. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og ljóst er að margir búa við ótta um ofbeldi í heimalöndum sínum. Stefnumótun stjórnvalda í þessum málum óbótavant „Við þurfum að setja meiri vinnu í löggjöf og stefnumótum stjórnvalda. Íslendingar eru ekki með mannréttindastofnun til að hafa þessi mál á sinni könnu og mikið vantar upp á heildstæðari nálgun. Við eigum enn langt í land þó að bætur hafi orðið hvað varðar ein hjúskaparlög og fleira“, segir Anna Pála. Hún horfir þó bjartsýn fram á veginn „Ég legg til að á þessum degi horfumst við öll í augu við okkar eigin fordóma og að hver og einn leggi sitt af mörkum til að virða fjölbreytileika mannlífsins.“ Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur dagur gegn hómó, tvíkynhneigðar -og transfóbíu. Þann sautjánda maí 1990 tók Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakana 78, segir vel við hæfi að halda upp á baráttuna gegn fordómum þennan dag. „Við erum búin að flagga regnbogaflagginu, merki hinsegin fólks, hér og þar um landið. Margir menntaskólar og sveitafélög lögðu sitt af mörkum og Hafnarfjörður keypti til dæmis sex fána af okkur.“ Ísland í tíunda sæti Í dag birtu evrópusamtök hinsegin fólks Regnbogakortið, ársyfirlit og úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Skjölin draga upp heildarmynd af stöðu hinsegin fólks í 49 löndum og stig gefin á skalanum 1-100%. Ísland er í tíunda sæti á kortinu í ár með 57 stig af 100 og færir sig upp um eitt sæti síðan í fyrra. Íslendingar eru eftirbátar granna sinna á Norðurlöndunum, að Finnum undanskildum. Bretland trónir á toppi listans með 77 stig en Rússland situr í botnsætinu með aðeins 7. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja fær falleinkunn og ljóst er að margir búa við ótta um ofbeldi í heimalöndum sínum. Stefnumótun stjórnvalda í þessum málum óbótavant „Við þurfum að setja meiri vinnu í löggjöf og stefnumótum stjórnvalda. Íslendingar eru ekki með mannréttindastofnun til að hafa þessi mál á sinni könnu og mikið vantar upp á heildstæðari nálgun. Við eigum enn langt í land þó að bætur hafi orðið hvað varðar ein hjúskaparlög og fleira“, segir Anna Pála. Hún horfir þó bjartsýn fram á veginn „Ég legg til að á þessum degi horfumst við öll í augu við okkar eigin fordóma og að hver og einn leggi sitt af mörkum til að virða fjölbreytileika mannlífsins.“
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira