Innlent

Fyrsta sýnishornið úr myndinni um Örlyg Aron

Örlygur Aron Sturluson er af flestum talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Hann lést af slysförum fyrir 13 árum, þá aðeins 18 ára gamall.

Í haust verður frumsýnd heimildarmynd um körfuknattleiksmanninn í kvikmyndahúsum en Suðurnesjamaðurinn Garðar Örn Arnarson hefur unnið að gerð heimildarmyndarinnar frá því í febrúar á síðasta ári.

Myndin er í fullri lengd og rekur myndin feril Örlygs Arons. Rætt er við þjálfara, vini, mótspilara og ættingja í myndinni. Von er á stiklu (e.trailer) úr myndinni í júní næstkomandi en við á Vísi fengum tækifæri á að frumsýna fyrsta sýnishornið úr myndinni.

Hægt er að horfa á sýnishornið með því að smella á hlekkinn hér að ofan eða sjónvarpssíðu Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×