Borgarstjórn hrósað Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 14. maí 2013 11:30 Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Úttektin nær til árabilsins 2002 til 2011 en sérstaklega er farið yfir viðbrögð borgarstjórnar við efnahagshruninu 2008. Í skýrslunni eru yfir hundrað góðar og þarfar ábendingar um það sem má betur fara í þágu skilvirkara borgarkerfis. Ef rétt verður unnið úr niðurstöðunum eru þarna gríðarleg tækifæri til þess að gera betur við borgarbúa og efla grunnþjónustuna.Pólitísk samstaða Athygli vekur að í kaflanum um úttekt á áhrifum bankahrunsins 2008 er borgarstjórn þess tíma undir forystu Sjálfstæðisflokksins hrósað fyrir viðbrögð við efnahagshruninu og þá sérstaklega þeirri þverpólitísku samstöðu sem innleidd var: "Telur úttektarnefndin að borgaryfirvöld hafi brugðist við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008 og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni." Það eiga allir hrós skilið fyrir þátttöku í þessu samstarfi, bæði meirihluti og minnihluti borgarstjórnar. Eina markmiðið í slíkri þverpólitískri vinnu er að verja borgarbúa og grunnþjónustuna - flokkspólitískir hagsmunir víkja. Ákallið um ný stjórnmál er sterkt í samfélaginu og þeir sem starfa í stjórnmálum verða að halda áfram að hlusta á það ákall. Að sjálfsögðu eiga þessi vinnubrögð að vera venja en ekki undantekning.Ný vinnubrögð Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætlanagerð 2009, fyrstu fjárhagsáætlun eftir hrun þar sem borgarstjórn fór nýjar leiðir er skiluðu hagræðingu um 2,3 milljarða. Aðferðafræðin þar sem 3.000 starfsmenn borgarinnar tóku þátt og skiluðu 1.500 hagræðingarhugmyndum hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ný vinnubrögð og þverpólitísk samvinna skilaði sér í aukinni starfsánægju á meðal starfsmanna og lítilli sem engri þjónustuskerðingu við borgarbúa. Markmið borgarstjórnar á að vera að finna lausnir innan stjórnsýslunnar áður en farið er í þjónustuskerðingar sem hafa áhrif á grunnþjónustu við borgarbúa - það skilaði sér á þessum tíma og mun skila sér áfram þar sem þessi góðu vinnubrögð verða við lýði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Úttektin nær til árabilsins 2002 til 2011 en sérstaklega er farið yfir viðbrögð borgarstjórnar við efnahagshruninu 2008. Í skýrslunni eru yfir hundrað góðar og þarfar ábendingar um það sem má betur fara í þágu skilvirkara borgarkerfis. Ef rétt verður unnið úr niðurstöðunum eru þarna gríðarleg tækifæri til þess að gera betur við borgarbúa og efla grunnþjónustuna.Pólitísk samstaða Athygli vekur að í kaflanum um úttekt á áhrifum bankahrunsins 2008 er borgarstjórn þess tíma undir forystu Sjálfstæðisflokksins hrósað fyrir viðbrögð við efnahagshruninu og þá sérstaklega þeirri þverpólitísku samstöðu sem innleidd var: "Telur úttektarnefndin að borgaryfirvöld hafi brugðist við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008 og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni." Það eiga allir hrós skilið fyrir þátttöku í þessu samstarfi, bæði meirihluti og minnihluti borgarstjórnar. Eina markmiðið í slíkri þverpólitískri vinnu er að verja borgarbúa og grunnþjónustuna - flokkspólitískir hagsmunir víkja. Ákallið um ný stjórnmál er sterkt í samfélaginu og þeir sem starfa í stjórnmálum verða að halda áfram að hlusta á það ákall. Að sjálfsögðu eiga þessi vinnubrögð að vera venja en ekki undantekning.Ný vinnubrögð Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætlanagerð 2009, fyrstu fjárhagsáætlun eftir hrun þar sem borgarstjórn fór nýjar leiðir er skiluðu hagræðingu um 2,3 milljarða. Aðferðafræðin þar sem 3.000 starfsmenn borgarinnar tóku þátt og skiluðu 1.500 hagræðingarhugmyndum hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ný vinnubrögð og þverpólitísk samvinna skilaði sér í aukinni starfsánægju á meðal starfsmanna og lítilli sem engri þjónustuskerðingu við borgarbúa. Markmið borgarstjórnar á að vera að finna lausnir innan stjórnsýslunnar áður en farið er í þjónustuskerðingar sem hafa áhrif á grunnþjónustu við borgarbúa - það skilaði sér á þessum tíma og mun skila sér áfram þar sem þessi góðu vinnubrögð verða við lýði.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar