Enski boltinn

Ómerkilegur leikur þeirra sem nenna ekki að lesa bækur

Eiríkur Stefan Ásgeirsson skrifar
Kolbrún Bergþórsdóttir ritar pistil í Morgunblaðið í dag þar sem hún veltir vöngum yfir viðbrögðum knattspyrnuáhugamanna við brotthvarfi Sir Alex Ferguson úr enska boltanum.

Ferguson mun hætta sem knattspyrnustjóri Manchester United í sumar eftir tæp 27 ár í starfi. Hann er almennt talinn besti stjóri allra tíma enda náð ótrúlegum árangri.

Kolbrún segir að það „ætti ekki að skapa tilfinningaóróa og uppnám í hjörtum manna þótt rúmlega sjötugur maður hætti í vinnunni. [...] Hafa þeir aldrei heyrt um eftirlaunaaldur?“.

Hún segir enn fremur víst að Alex Ferguson hafi gert eitthvað gott í starfi sínu en að enginn sé ómissandi. „Því síður er hann eilíft unglamb sem getur endalaust skoppað um.“

Hún endar viðhorfsgrein sína á eftirfarandi málsgreinum.

„Karlmenn sem búa í þröngum hugmyndaheimi og hafa takmarkað ímyndunarafl láta eins og knattspyrna sé upphaf og endir alls halda annað. Þeir vita ekki að knattspyrnustjóri er bara knattspyrnustjóri og skiptir engu sérstöku máli. Enda er knattspyrna heldur ómerkilegur leikur þeirra sem nenna ekki að lesa bækur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×