Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á í kvennaboltanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2013 11:18 Úr leik Þór/KA og Selfoss í Pepsi-deild kvenna sumarið 2012. Mynd/Auðunn Níelsson „Það skiptir ekki máli hvort það eru leikir í N1-deild karla eða N1-deild kvenna. Það er sama verðlaunafé í öllu og sömu greiðslur til dómarar í karla- og kvennadeild og búið að vera þannig í nokkur ár," segir Einar Þorvarðarson í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Í blaðinu er borin saman launamunur dómara í efstu deildum karla og kvenna í handbolta, fótbolta og körfubolta hér á landi. Enginn launamunur er hjá handboltadómurum, 28% munur hjá körfuboltadómrurum en langmestur munur er hjá knattspyrnudómurum eða 156 prósent. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík Síðdegis í vikunni að þrátt fyrir mikinn launamun væri ekki um kynjamisrétti að ræða. Bestu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla en aðrir dómarar í neðri deildum karla og Pepsi-deild kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir um ástæðu þess að launin séu hærri karlamegin en kvenmegin. Af 56 landsdómurum hjá KSÍ eru aðeins fjórar konur. Þórir sagði í vikunni að óskandi væri að fleiri konur sneru sér að dómgæslu. Engin kona hefur dæmt í efstu deild karla til dagsins í dag. Birna H. Bergstað Þórumundsdóttir, ein hinna fjögurra kvendómara, er ekki sammála því að hraðinn skipti öllu máli þegar líta eigi til launagreiðslna. Birna hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna og í 2. deild karla. „Fyrir dómara er klárlega munur á kröfum, það er meiri harka í leikjum karla í efstu deild og leikirnir eru hraðari. En við þurfum líka að spyrja okkur hvort hraðinn skipti öllu máli," segir Berglind við Morgunblaðið. Hún segir leikina skipta jafnmiklu máli hvort sem þeir eru í karladeildinni eða kvennadeildinni. „Ég held að ef það kæmu jafnmargir á völlinn hjá stelpunum þá kannski myndi KSÍ minnka þennan mun," segir Berglind. Dómarastéttin á Íslandi sér sjálf um að semja um greiðslur vegna leikja við KSÍ. Það er því að þeirra frumkvæði sem dómarar í efstu deild karla fá meira borgað en þeir sem dæma kvenna megin. „Ef allir fengju sama pening þá væru allir tilbúnir að dæma í Pepsi-deild kvenna. Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á," segir dómari í samtali við Morgunblaðið. Sá hinn sami vill þó ekki láta nafns síns getið. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32 Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22 Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Það skiptir ekki máli hvort það eru leikir í N1-deild karla eða N1-deild kvenna. Það er sama verðlaunafé í öllu og sömu greiðslur til dómarar í karla- og kvennadeild og búið að vera þannig í nokkur ár," segir Einar Þorvarðarson í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Í blaðinu er borin saman launamunur dómara í efstu deildum karla og kvenna í handbolta, fótbolta og körfubolta hér á landi. Enginn launamunur er hjá handboltadómurum, 28% munur hjá körfuboltadómrurum en langmestur munur er hjá knattspyrnudómurum eða 156 prósent. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði í samtali við útvarpsþáttinn Reykjavík Síðdegis í vikunni að þrátt fyrir mikinn launamun væri ekki um kynjamisrétti að ræða. Bestu dómarar landsins dæma í Pepsi-deild karla en aðrir dómarar í neðri deildum karla og Pepsi-deild kvenna. „Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir um ástæðu þess að launin séu hærri karlamegin en kvenmegin. Af 56 landsdómurum hjá KSÍ eru aðeins fjórar konur. Þórir sagði í vikunni að óskandi væri að fleiri konur sneru sér að dómgæslu. Engin kona hefur dæmt í efstu deild karla til dagsins í dag. Birna H. Bergstað Þórumundsdóttir, ein hinna fjögurra kvendómara, er ekki sammála því að hraðinn skipti öllu máli þegar líta eigi til launagreiðslna. Birna hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna og í 2. deild karla. „Fyrir dómara er klárlega munur á kröfum, það er meiri harka í leikjum karla í efstu deild og leikirnir eru hraðari. En við þurfum líka að spyrja okkur hvort hraðinn skipti öllu máli," segir Berglind við Morgunblaðið. Hún segir leikina skipta jafnmiklu máli hvort sem þeir eru í karladeildinni eða kvennadeildinni. „Ég held að ef það kæmu jafnmargir á völlinn hjá stelpunum þá kannski myndi KSÍ minnka þennan mun," segir Berglind. Dómarastéttin á Íslandi sér sjálf um að semja um greiðslur vegna leikja við KSÍ. Það er því að þeirra frumkvæði sem dómarar í efstu deild karla fá meira borgað en þeir sem dæma kvenna megin. „Ef allir fengju sama pening þá væru allir tilbúnir að dæma í Pepsi-deild kvenna. Dæma fimm aukaspyrnur og slaka á," segir dómari í samtali við Morgunblaðið. Sá hinn sami vill þó ekki láta nafns síns getið.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32 Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22 Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Eiga að fylgjast með vandræðagemsunum Í undirbúningi sínum fyrir leiki eiga íslenskir knattspyrnudómarar að hugleiða "vandræðagemsa" og "síbrotamenn". Þetta kemur fram í áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ fyrir tímabilið 2013. 12. maí 2013 10:32
Snýst ekki um kynjamisrétti "Leikirnir eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og þýðir að gerða eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum," segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. 6. maí 2013 11:22
Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. 5. maí 2013 14:49