Hótel rís á jörð Bjarna frá Vogi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. maí 2013 19:05 Fyrsta hótelið í sögu Fellsstrandar í Dalasýslu hefur hafið rekstur. Fjósi var breytt í gistiherbergi og hlaðan varð að stórum veitingasal. Jörðin Vogur á Fellsströnd er þekktust fyrir Bjarna frá Vogi, alþingismann og rithöfund, sem kenndi sig við hana, og þar er minning hans varðveitt. Bjarni var kunnur fyrir vindla sem hann flutti inn og fyrir nýyrðasmíð; orðið knattspyrna er til dæmis frá honum komið. Gamli bær Bjarna var í fjöruborðinu, ný bæjarhús risu síðar fjær sjónum en þegar hefðbundinn kúabúskapur lagðist af fyrir áratug eignuðust hjónin Guðmundur Halldórsson og Sólveig Hauksdóttir jörðina. Í fyrra hófu þau að breyta útihúsunum í veitinga- og gistihús, sem þau opnuðu um síðustu jól undir heitinu Vogur sveitasetur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Guðmundur viðtökurnar ótrúlega góðar. Fram til þessa hafi gestirnir þó fyrst og fremst útlendingar, Íslendingar viti ekki af þessu, en hann kveðst fyrst og fremst markaðssetja gistinguna á netinu. Þau ákváðu strax að að hafa aðstöðuna veglega, átján 2ja manna gistiherbergi eru rúmgóð og öll með baði, þarna eru heitur pottur og gufubað, og í veitingasal er hægt að þjóna sjötíu manns til borðs. Guðmundur vonast til að uppbyggingin efli byggð á svæðinu. Þar hafi verið mikið undanhald síðustu ár og engin nýsköpun verið í gangi. Dæmi um viðsnúning er að kokkurinn og hans kona eru flutt úr Reykjavík og sest að í sveitinni. Guðmundur segist eiga eftir að koma staðnum á kortið. Fæstir Íslendingar hafi heyrt um Fellsströnd, þótt þarna sé náttúrufegurð og Breiðafjarðareyjar við þröskuldinn. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Fyrsta hótelið í sögu Fellsstrandar í Dalasýslu hefur hafið rekstur. Fjósi var breytt í gistiherbergi og hlaðan varð að stórum veitingasal. Jörðin Vogur á Fellsströnd er þekktust fyrir Bjarna frá Vogi, alþingismann og rithöfund, sem kenndi sig við hana, og þar er minning hans varðveitt. Bjarni var kunnur fyrir vindla sem hann flutti inn og fyrir nýyrðasmíð; orðið knattspyrna er til dæmis frá honum komið. Gamli bær Bjarna var í fjöruborðinu, ný bæjarhús risu síðar fjær sjónum en þegar hefðbundinn kúabúskapur lagðist af fyrir áratug eignuðust hjónin Guðmundur Halldórsson og Sólveig Hauksdóttir jörðina. Í fyrra hófu þau að breyta útihúsunum í veitinga- og gistihús, sem þau opnuðu um síðustu jól undir heitinu Vogur sveitasetur. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Guðmundur viðtökurnar ótrúlega góðar. Fram til þessa hafi gestirnir þó fyrst og fremst útlendingar, Íslendingar viti ekki af þessu, en hann kveðst fyrst og fremst markaðssetja gistinguna á netinu. Þau ákváðu strax að að hafa aðstöðuna veglega, átján 2ja manna gistiherbergi eru rúmgóð og öll með baði, þarna eru heitur pottur og gufubað, og í veitingasal er hægt að þjóna sjötíu manns til borðs. Guðmundur vonast til að uppbyggingin efli byggð á svæðinu. Þar hafi verið mikið undanhald síðustu ár og engin nýsköpun verið í gangi. Dæmi um viðsnúning er að kokkurinn og hans kona eru flutt úr Reykjavík og sest að í sveitinni. Guðmundur segist eiga eftir að koma staðnum á kortið. Fæstir Íslendingar hafi heyrt um Fellsströnd, þótt þarna sé náttúrufegurð og Breiðafjarðareyjar við þröskuldinn.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira