Orðlaus yfir margföldum mistökum í Vatnsendamálinu Helga Arnardóttir skrifar 11. maí 2013 18:39 Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. Hæstiréttur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri í eigu dánarbús Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested en ekki í eigu Þorsteins Hjaltested barnabarns hans. Deilur stóðu um jörðina frá andláti Sigurðar 1966 en Magnús Hjaltested elsti sonur hans krafðist þess að fá jörðina samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 1968 fékk hann umráða- og búseturétt á Vatnsenda og seinni eiginkona Sigurðar var borin út ásamt öllum sínum börnum. Þetta þýddi hins vegar ekki að Magnús yrði eigandi jarðarinnar, heldur hafði hann eingöngu umráða- og búseturétt samkvæmt skýrum ákvæðum erfðaskrárinnar og dómi Hæstaréttar. „þessum dómi er þinglýst á jörðina og mistökin eru þessi að skrá þetta sem eignarheimild, að Magnús eigi eignarétt á jörðinni á grundvelli þessa dóms. Þarna hefði átt að skrá réttindin eins og kemur fram í dómsorði; umráð og afnot,“ segir Valgeir Kristinsson einn lögmanna erfingja Sigurðar. En þetta eru bara ein mistök af nokkrum í afgreiðslu stjórnsýslunnar og sýslumanns Kópavogsbæjar að mati lögmanna erfingja Sigurðar. Magnús lést 1999 og árið eftir undirituðu börn hans og ekkja skiptayfirlýsingu um að Vatnsendi færi til Þorsteins Hjaltested elsta sonar Magnúsar samkvæmt hinni rúmlega sextíu ára gömlu erfðaská. Við það varð Þorsteinn þinglýstur eigandi jarðarinnar. „Þetta er einnig skráð sem eignaryfirfærsluskjal, því miður, og það eru mistök númer tvö hjá sýslumannsembættinu í Kópavogi.“ Þorsteinn hefði því átt að vera skráður með umráða og búseturétt en ekki eignarétt, sama hefði átt við um föður hans. En við skiptayfirlýsingu systkinanna hefði átt að greiða erfðafjárskatt af jörðinni Vatnsenda samkvæmt lögum. „Það var ekki gert," segir Valgeir. Og hefur ekki verið greiddur allt til dagsins í dag. „Ég bara bara kann enga skýringu á því af hverju embættið innheimtir ekki erfðafjárskatt eins og ævinlega er gert við yfirfærslu eigna úr dánarbúum,“ segir Valgeir. Stærstu mistökin áttu sér hins vegar stað að mati Valgeirs árið 2007 þegar Kópavogsbær tók 800 hektara af Vatnsendalandinu eignarnámi og greiddi Þorsteini tæpa 2,3 milljarða fyrir, þrátt fyrir aðvaranir erfingja um að eignarhaldið væri óljóst og málaferli í uppsiglingu. „Þarna er auðvitað komin skýr aðvörun með eignarumráðin og þá hefði auðvitað Kópavogsbær átt að fara mjög varlega,“ segir Valgeir. Nýlegur dómur Hæstaréttar hefur því umbylt öllu eignarhaldi á Vatnsenda þótt enn er óvíst hver endalok málsins verða. „Þegar maður fer yfir þennan langa feril á löngu árabili þá er maður náttúrulega orðlaus yfir því hvað mistökin í stjórnsýslunni hafa orðið mörg í þessu mikla hagsmunamáli,“ segir Valgeir að lokum. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Einn af lögmönnum erfingja dánarbús Sigurðar Hjaltested ábúanda á Vatnsenda, segist nánast orðlaus yfir margföldum mistökum stjórnsýslu og sýslumanns Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu allt frá 1968 til 2007. Mistök hafi verið gerð við þinglýsingu skjala og ábúendur á Vatnsenda komust hjá því að greiða erfðafjárskatt frá síðustu aldamótum. Hæstiréttur komst nýlega að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri í eigu dánarbús Sigurðar Kr. Lárussonar Hjaltested en ekki í eigu Þorsteins Hjaltested barnabarns hans. Deilur stóðu um jörðina frá andláti Sigurðar 1966 en Magnús Hjaltested elsti sonur hans krafðist þess að fá jörðina samkvæmt ákvæðum erfðaskrár frá 1938. Samkvæmt dómi Hæstaréttar frá 1968 fékk hann umráða- og búseturétt á Vatnsenda og seinni eiginkona Sigurðar var borin út ásamt öllum sínum börnum. Þetta þýddi hins vegar ekki að Magnús yrði eigandi jarðarinnar, heldur hafði hann eingöngu umráða- og búseturétt samkvæmt skýrum ákvæðum erfðaskrárinnar og dómi Hæstaréttar. „þessum dómi er þinglýst á jörðina og mistökin eru þessi að skrá þetta sem eignarheimild, að Magnús eigi eignarétt á jörðinni á grundvelli þessa dóms. Þarna hefði átt að skrá réttindin eins og kemur fram í dómsorði; umráð og afnot,“ segir Valgeir Kristinsson einn lögmanna erfingja Sigurðar. En þetta eru bara ein mistök af nokkrum í afgreiðslu stjórnsýslunnar og sýslumanns Kópavogsbæjar að mati lögmanna erfingja Sigurðar. Magnús lést 1999 og árið eftir undirituðu börn hans og ekkja skiptayfirlýsingu um að Vatnsendi færi til Þorsteins Hjaltested elsta sonar Magnúsar samkvæmt hinni rúmlega sextíu ára gömlu erfðaská. Við það varð Þorsteinn þinglýstur eigandi jarðarinnar. „Þetta er einnig skráð sem eignaryfirfærsluskjal, því miður, og það eru mistök númer tvö hjá sýslumannsembættinu í Kópavogi.“ Þorsteinn hefði því átt að vera skráður með umráða og búseturétt en ekki eignarétt, sama hefði átt við um föður hans. En við skiptayfirlýsingu systkinanna hefði átt að greiða erfðafjárskatt af jörðinni Vatnsenda samkvæmt lögum. „Það var ekki gert," segir Valgeir. Og hefur ekki verið greiddur allt til dagsins í dag. „Ég bara bara kann enga skýringu á því af hverju embættið innheimtir ekki erfðafjárskatt eins og ævinlega er gert við yfirfærslu eigna úr dánarbúum,“ segir Valgeir. Stærstu mistökin áttu sér hins vegar stað að mati Valgeirs árið 2007 þegar Kópavogsbær tók 800 hektara af Vatnsendalandinu eignarnámi og greiddi Þorsteini tæpa 2,3 milljarða fyrir, þrátt fyrir aðvaranir erfingja um að eignarhaldið væri óljóst og málaferli í uppsiglingu. „Þarna er auðvitað komin skýr aðvörun með eignarumráðin og þá hefði auðvitað Kópavogsbær átt að fara mjög varlega,“ segir Valgeir. Nýlegur dómur Hæstaréttar hefur því umbylt öllu eignarhaldi á Vatnsenda þótt enn er óvíst hver endalok málsins verða. „Þegar maður fer yfir þennan langa feril á löngu árabili þá er maður náttúrulega orðlaus yfir því hvað mistökin í stjórnsýslunni hafa orðið mörg í þessu mikla hagsmunamáli,“ segir Valgeir að lokum.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira