Vettel og Alonso bitust um besta tímann Birgir Þór Harðarson skrifar 10. maí 2013 14:16 Alonso var fljótastur á morgunæfingunni. Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. Það munaði hins vegar ekki miklu nú síðdegis því Alonso, á heimavelli um helgina, var aðeins 0,017 sekúndum á eftir heimsmeistaranum þrefalda. Red Bull-bíllinn virðist vera mjög fljótur enda átti Mark Webber, liðsfélagi Vettels, þriðja besta tíma seinni æfingarinnar, 0,083 sekúndum á eftir Alonso. Finninn Kimi Raikkönen var ekki langt undan í Lotus-bílnum og náði fjórða besta tíma. Í næstu sætum voru Felipe Massa á Ferrari, Lewis Hamilton og Nico Rosberg á Mercedes og þá Adrian Sutil á Force India. McLaren-liðið mætti til Spánar með mikið uppfærðan keppnisbíl síðan í Barein fyrir þremur vikum. Uppfærslurnar virðast hins vegar ekki vera að skila þeim betri hringtímum því Jenson Button og Sergio Perez áttu í basli í tólfta og þrettánda sæti. Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. Það munaði hins vegar ekki miklu nú síðdegis því Alonso, á heimavelli um helgina, var aðeins 0,017 sekúndum á eftir heimsmeistaranum þrefalda. Red Bull-bíllinn virðist vera mjög fljótur enda átti Mark Webber, liðsfélagi Vettels, þriðja besta tíma seinni æfingarinnar, 0,083 sekúndum á eftir Alonso. Finninn Kimi Raikkönen var ekki langt undan í Lotus-bílnum og náði fjórða besta tíma. Í næstu sætum voru Felipe Massa á Ferrari, Lewis Hamilton og Nico Rosberg á Mercedes og þá Adrian Sutil á Force India. McLaren-liðið mætti til Spánar með mikið uppfærðan keppnisbíl síðan í Barein fyrir þremur vikum. Uppfærslurnar virðast hins vegar ekki vera að skila þeim betri hringtímum því Jenson Button og Sergio Perez áttu í basli í tólfta og þrettánda sæti.
Formúla Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira