Formaður Landverndar um virkjanamál: "Efnahagsleg áhætta sem við eigum ekki að taka.“ Jóhannes Stefánsson skrifar 28. maí 2013 18:22 Um 1000 manns söfnuðust saman fyrir framan Stjórnarráð Íslands síðdegis í dag. Hópurinn afhenti aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun. Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar var á svæðinu og segir að hann hafi verið ánægður með gjörninginn. „Það var bara góð stemning. Við vorum með græna fána og afhentum aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem við teljum að forsætisráðherra hafi ekki lesið. Þetta er áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um virkjanamál og stóriðjuframkvæmdir.“ Guðmundur segir að óvissa ríki nú í málaflokknum: „Það hefur ekki verið útskýrt hvað á að gera nákvæmlega [í virkjanamálum innsk. blm.] en það hefur þó verið talað um að reisa álver í Helguvík. Ef það á að verða að veruleika hefur verið talað um að færa þurfi átta virkjanakosti yfir í nýtingarflokk. Það verða nokkrar virkjanir á Reykjanesi, þrjár virkjanir í Neðri-Þjórsá og líka í Skaftárhreppi á umdeildum svæðum. Ég held að umhverfisráðherra hafi í umræðunni opnað á það að virkja á mið-hálendinu. Það hefur þó ekki verið útskýrt nákvæmlega þetta hvernig þetta verður lagt fyrir þingið.“ Guðmundur segist vonast til þess að forsætisráðherra og ríkisstjórnin mundi endurskoða afstöðu sína til stóriðjuframkvæmda og virkjana. „Við vonumst til þess að ríkisstjórnin dragi aðeins úr þessum yfirlýsingum sínum og hefji samtal við náttúruverndarhreyfingar, útivistarfélög, sveitarfélög og ferðaþjónusturfyrirtæki og reyni að fara einhverja raunverulega sáttaleið. Það er ekki verið að reyna það með því að láta þessar yfirlýsingar falla sem hafa birst á síðustu dögum.“Gefur lítið fyrir röksemdir þeirra sem vilja virkja meira Aðspurður um rök þeirra sem telja atvinnuuppbyggingu settur stóllinn fyrir dyrnar verði ekki af virkjanaframkvæmdum segir Guðmundur: „Við erum ekki á móti atvinnuuppbyggingu en við teljum að þetta sé ekki fær leið. Það eru of miklar fórnir sem þarf að færa fyrir þessa stóriðjuuppbyggingu. Fyrrverandi forseti Nýsköpunarsjóðs benti á að þetta væru dýrustu störf sem hægt væri að skapa og formaður Ungra sjálfstæðismanna hefur líka bent á það í grein að það séu aðrar leiðir betri í efnahags- og atvinnumálum. Við tökum undir það.“ Guðmundur segir mörgum yfirsjást hagsmunina sem eru í húfi í málinu og segir flest rök hníga til þess að fara beri hægar í virkjanamálum: „Þetta er eina eðlilega niðurstaðan þegar maður skoðar málið ofan í kjölinn. Bæði út frá umhverfisverndinni, hagsmunum ferðaþjónustu og af hagfræðilegum ástæðum. Þetta er of stór biti inn í hagkerfið og ef af álveri í Helguvík verður þá erum við farin að selja 90% af allri orku sem við framleiðum í landinu til álvera. Það er efnahagsleg áhætta sem við eigum ekki að taka.“ Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Um 1000 manns söfnuðust saman fyrir framan Stjórnarráð Íslands síðdegis í dag. Hópurinn afhenti aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun. Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar var á svæðinu og segir að hann hafi verið ánægður með gjörninginn. „Það var bara góð stemning. Við vorum með græna fána og afhentum aðstoðarmanni forsætisráðherra umsagnir um rammaáætlun sem við teljum að forsætisráðherra hafi ekki lesið. Þetta er áskorun um að draga til baka yfirlýsingar um virkjanamál og stóriðjuframkvæmdir.“ Guðmundur segir að óvissa ríki nú í málaflokknum: „Það hefur ekki verið útskýrt hvað á að gera nákvæmlega [í virkjanamálum innsk. blm.] en það hefur þó verið talað um að reisa álver í Helguvík. Ef það á að verða að veruleika hefur verið talað um að færa þurfi átta virkjanakosti yfir í nýtingarflokk. Það verða nokkrar virkjanir á Reykjanesi, þrjár virkjanir í Neðri-Þjórsá og líka í Skaftárhreppi á umdeildum svæðum. Ég held að umhverfisráðherra hafi í umræðunni opnað á það að virkja á mið-hálendinu. Það hefur þó ekki verið útskýrt nákvæmlega þetta hvernig þetta verður lagt fyrir þingið.“ Guðmundur segist vonast til þess að forsætisráðherra og ríkisstjórnin mundi endurskoða afstöðu sína til stóriðjuframkvæmda og virkjana. „Við vonumst til þess að ríkisstjórnin dragi aðeins úr þessum yfirlýsingum sínum og hefji samtal við náttúruverndarhreyfingar, útivistarfélög, sveitarfélög og ferðaþjónusturfyrirtæki og reyni að fara einhverja raunverulega sáttaleið. Það er ekki verið að reyna það með því að láta þessar yfirlýsingar falla sem hafa birst á síðustu dögum.“Gefur lítið fyrir röksemdir þeirra sem vilja virkja meira Aðspurður um rök þeirra sem telja atvinnuuppbyggingu settur stóllinn fyrir dyrnar verði ekki af virkjanaframkvæmdum segir Guðmundur: „Við erum ekki á móti atvinnuuppbyggingu en við teljum að þetta sé ekki fær leið. Það eru of miklar fórnir sem þarf að færa fyrir þessa stóriðjuuppbyggingu. Fyrrverandi forseti Nýsköpunarsjóðs benti á að þetta væru dýrustu störf sem hægt væri að skapa og formaður Ungra sjálfstæðismanna hefur líka bent á það í grein að það séu aðrar leiðir betri í efnahags- og atvinnumálum. Við tökum undir það.“ Guðmundur segir mörgum yfirsjást hagsmunina sem eru í húfi í málinu og segir flest rök hníga til þess að fara beri hægar í virkjanamálum: „Þetta er eina eðlilega niðurstaðan þegar maður skoðar málið ofan í kjölinn. Bæði út frá umhverfisverndinni, hagsmunum ferðaþjónustu og af hagfræðilegum ástæðum. Þetta er of stór biti inn í hagkerfið og ef af álveri í Helguvík verður þá erum við farin að selja 90% af allri orku sem við framleiðum í landinu til álvera. Það er efnahagsleg áhætta sem við eigum ekki að taka.“
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira