Innlent

Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar afstaðinn

Jóhannes Stefánsson skrifar
Frá fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Hanna Birna er í ljósum jakka.
Frá fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Hanna Birna er í ljósum jakka. Mynd/ GVA

Eitt af fyrstu verkum nýrrar ríkisstjórnar var að samþykkja tillögu forsætisráðherra um að skipuð yrði ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna.

Þetta gerðist á nýafstöðum fundi nýrrar ríkistjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Fundurinn hófst klukkan eitt í dag og var haldinn í Stjórnarráðinu.

Að auki var lögð fram og samþykkt aðgerðaáætlun um einfalt og skilvirkt regluverk fyrir atvinnulífið. Þá var stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarflokkanna lögð fram og samþykkt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×