Innlent

Bílaleigubílar undir smásjá

Lögreglan verður á ferðinni í dag og skoðaðar bíla.
Lögreglan verður á ferðinni í dag og skoðaðar bíla.

Allir bílar, sem fara frá Leifsstöð, verða stöðvaðir eftir hádegi og bílaleigubílar skoðaðir sérstaklega.

Þetta er samstarfsverkefni lögreglu á Suðvesturlandi, Umferðarstofu, skoðunarstöðva og Vegagerðarinnar. Tilefnið er, að sögn Umferðarstofu, að ganga úr skugga um að bílaleigubílarnir séu í góðu lagi, en í gögnum lögreglu kemur fram að slys og óhöpp megi rekja til lélegs ástand bílanna. Enn fremur að slíkum tilvikum fari fjölgandi. Lögregluembætti annars staðar á Suðvesturlandi munu gefa bílaleigubílum sérstakan gaum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×