Rosberg langfljótastur í Mónakó Birgir Þór Harðarson skrifar 23. maí 2013 14:51 Rosberg var langfljótastur í Mónakó. Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes var langfljótastur á æfingum fyrir kappaksturinn í Mónakó sem fram fer um helgina. Hann var einnig fljótastur í morgun. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð næstfljótastur. Keppinautar Mercedes-liðsins klóra sig í hausnum yfir gríðarlegum hraða silfurörvanna í tímatökum og æfingum en virðast ekki geta staðist þeim snúning. Rosberg var á ráspól í Barein og á Spáni og virðist ætla að leika sama leikinn aftur í Mónakó. Brautin í Mónakó er samt sem áður einstök og gefur ekki mikil tækifæri til framúraksturs. Það gæti reynst Rosberg vel í kappakstrinum þegar hið mikla dekkjaslit Mercedes-bílsins fer að gera vart við sig. Hann mun því freista þess að reyna að halda Alonso, Vettel og Raikkönen fyrir aftan sig. Það eru mýmörg dæmi um að ökumenn hafi náð að fara í gegnum heilu og hálfu kappakstrana án þess að hleypa keppinautum framúr. Það gerðist til dæmis árið 2001 þegar David Coulthard á McLaren lenti fyrir aftan Arrows-ökuþórinn og nýliðann Enrique Bernoldi. Sá hélt Coulthard aftur í einhverja 40 hringi og gerið út um vonir McLaren um sigur. Á æfingum dagsins voru Ferrari-menn með Alonso og Massa við stýrið næst fljótastir á eftir Mercedes. Red Bull-liðið virðist ekki hafa eins mikla yfirburði í furstadæminu og undanfarin ár því Mark Webber var fimmti á seinni æfingunni en Sebastian Vettel aðeins níundi. Þess ber jafnframt að geta að Red Bull hefur átt í vandræðum með dekkjaslitið undir bíl sínum. Tímataka fyrir kappaksturinn fer fram á laugardag og svo verður kappaksturinn ræstur í hádeginu á sunnudag. Allt mótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá mun Fréttablaðið fjalla sérstaklega um kappaksturinn í Mónakó í helgarblaði sínu. Formúla Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes var langfljótastur á æfingum fyrir kappaksturinn í Mónakó sem fram fer um helgina. Hann var einnig fljótastur í morgun. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton varð næstfljótastur. Keppinautar Mercedes-liðsins klóra sig í hausnum yfir gríðarlegum hraða silfurörvanna í tímatökum og æfingum en virðast ekki geta staðist þeim snúning. Rosberg var á ráspól í Barein og á Spáni og virðist ætla að leika sama leikinn aftur í Mónakó. Brautin í Mónakó er samt sem áður einstök og gefur ekki mikil tækifæri til framúraksturs. Það gæti reynst Rosberg vel í kappakstrinum þegar hið mikla dekkjaslit Mercedes-bílsins fer að gera vart við sig. Hann mun því freista þess að reyna að halda Alonso, Vettel og Raikkönen fyrir aftan sig. Það eru mýmörg dæmi um að ökumenn hafi náð að fara í gegnum heilu og hálfu kappakstrana án þess að hleypa keppinautum framúr. Það gerðist til dæmis árið 2001 þegar David Coulthard á McLaren lenti fyrir aftan Arrows-ökuþórinn og nýliðann Enrique Bernoldi. Sá hélt Coulthard aftur í einhverja 40 hringi og gerið út um vonir McLaren um sigur. Á æfingum dagsins voru Ferrari-menn með Alonso og Massa við stýrið næst fljótastir á eftir Mercedes. Red Bull-liðið virðist ekki hafa eins mikla yfirburði í furstadæminu og undanfarin ár því Mark Webber var fimmti á seinni æfingunni en Sebastian Vettel aðeins níundi. Þess ber jafnframt að geta að Red Bull hefur átt í vandræðum með dekkjaslitið undir bíl sínum. Tímataka fyrir kappaksturinn fer fram á laugardag og svo verður kappaksturinn ræstur í hádeginu á sunnudag. Allt mótið er sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þá mun Fréttablaðið fjalla sérstaklega um kappaksturinn í Mónakó í helgarblaði sínu.
Formúla Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira