Greining gagnrýnir Eygló harðlega fyrir ummæli um ÍLS 31. maí 2013 07:57 Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að þessi ummæli ráðherrans séu óheppileg og skapi pólitíska óvissu. „Nú er gott og blessað að hvetja til góðs samstarfs en hvað þýðir það í raun þegar vandamálið snýst fyrst og fremst um fjármagn og hver leggur það til?“ spyr greiningin. Síðan segir: „Þó nokkur eru dæmin úr fortíðinni þar sem pólitískir ráðamenn láta falla óheppilegar yfirlýsingar um Íbúðalánasjóð. Hafa skal í huga að um Íbúðalánasjóð gilda sömu reglur um upplýsingagjöf og aðra útgefendur skráðra verðbréfa. Þá er það engum til góðs að auka enn á óvissu í kringum sjóðinn með lítt útfærðum yfirlýsingum í hvora áttina sem er, jafnvel þó menn séu að tala við erlenda fjölmiðla. Vandi Íbúðalánasjóðs er eitt stærsta viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og þess vegna vakti það athygli okkar að ekki var vikið einu orði að sjóðnum í stefnuyfirlýsingu hennar. Við höfum ákveðin skilning á því þar sem verkefnið er lagalega og efnahagslega flókið og sú stefna sem mörkuð er getur haft áhrif langt út fyrir eignir og skuldir aðeins Íbúðalánasjóðs.“Pólitísk óvissaGreining segir að ummæli ráðherrans séu til þess fallin að enn og aftur myndast pólitísk óvissa í kringum Íbúðalánasjóð. „Hvað ráðherrann átti nákvæmlega við er kannski erfitt að ráða í. Á hann við að Íbúðalánasjóður muni ekki standa skil á samningsbundnum afborgunum og vaxtagreiðslum og þurfi að leita samninga við skuldabréfaeigendur? Í daglegu tali eru slíkir samningar kallaðir nauðasamningar, í því sambandi má velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á aðrar skuldbindingar ríkissjóðs. Mögulega gæti það þýtt að aðrar skuldbindingar ríkissjóðs myndu gjaldfalla,“ segir í Markaðspunktunum. Tekið er fram að Íbúðalánasjóður er ásamt ríkissjóði stærsti útgefandi skráðra verðbréfa í Kauphöll Íslands. Samkvæmt tölum Seðlabankans er virði útgefinna skuldabréfa sjóðsins um 850 milljarða kr. eða um helmingur af landsframleiðslu Íslands. Íbúðalánasjóður fjármagnar starfsemi sína með svokölluðum íbúðabréfum, en um 70% þeirra eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem jafngildir þá um 600 milljörðum kr. Þar með er ekki öll sagan sögð því íslenskir lífeyrissjóðir eiga um 100 milljarða kr. í verðbréfasjóðum sem hafa bundið verulegar eignir í skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Í það heila má ætla að 27-30% af lífeyrissparnaði landsmanna sé bundinn í bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. „Það er líklega engin stofnun á Íslandi þar sem hagsmunaaðilar eru með jafn skýrum hætti allur meginþorri landsmanna, annars vegar sem lántakar hjá sjóðnum og hins vegar sem lánveitendur sjóðsins í gegnum lífeyrissparnað sinn. Allir landsmenn eru svo hagsmunaaðilar í gegnum ríkissjóð, sem er eigandi sjóðsins. Því er brýnt að vandað sé til verka við úrlausn vandamála Íbúðalánasjóðs,“ segir í Markaðspunktunum. Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Greining Arion banka gagnrýnir Eygló Harðardóttur félags- og húsnæðismálaráðherra harðlega fyrir ummæli hennar um Íbúðalánasjóð (ÍLS) í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í vikunni. Þar sagði Eygló m.a. að leysa þyrfti vanda sjóðsins í samvinnu við kröfuhafa. Í Markaðspunktum greiningarinnar segir að þessi ummæli ráðherrans séu óheppileg og skapi pólitíska óvissu. „Nú er gott og blessað að hvetja til góðs samstarfs en hvað þýðir það í raun þegar vandamálið snýst fyrst og fremst um fjármagn og hver leggur það til?“ spyr greiningin. Síðan segir: „Þó nokkur eru dæmin úr fortíðinni þar sem pólitískir ráðamenn láta falla óheppilegar yfirlýsingar um Íbúðalánasjóð. Hafa skal í huga að um Íbúðalánasjóð gilda sömu reglur um upplýsingagjöf og aðra útgefendur skráðra verðbréfa. Þá er það engum til góðs að auka enn á óvissu í kringum sjóðinn með lítt útfærðum yfirlýsingum í hvora áttina sem er, jafnvel þó menn séu að tala við erlenda fjölmiðla. Vandi Íbúðalánasjóðs er eitt stærsta viðfangsefni nýrrar ríkisstjórnar og þess vegna vakti það athygli okkar að ekki var vikið einu orði að sjóðnum í stefnuyfirlýsingu hennar. Við höfum ákveðin skilning á því þar sem verkefnið er lagalega og efnahagslega flókið og sú stefna sem mörkuð er getur haft áhrif langt út fyrir eignir og skuldir aðeins Íbúðalánasjóðs.“Pólitísk óvissaGreining segir að ummæli ráðherrans séu til þess fallin að enn og aftur myndast pólitísk óvissa í kringum Íbúðalánasjóð. „Hvað ráðherrann átti nákvæmlega við er kannski erfitt að ráða í. Á hann við að Íbúðalánasjóður muni ekki standa skil á samningsbundnum afborgunum og vaxtagreiðslum og þurfi að leita samninga við skuldabréfaeigendur? Í daglegu tali eru slíkir samningar kallaðir nauðasamningar, í því sambandi má velta fyrir sér hvaða áhrif það hefði á aðrar skuldbindingar ríkissjóðs. Mögulega gæti það þýtt að aðrar skuldbindingar ríkissjóðs myndu gjaldfalla,“ segir í Markaðspunktunum. Tekið er fram að Íbúðalánasjóður er ásamt ríkissjóði stærsti útgefandi skráðra verðbréfa í Kauphöll Íslands. Samkvæmt tölum Seðlabankans er virði útgefinna skuldabréfa sjóðsins um 850 milljarða kr. eða um helmingur af landsframleiðslu Íslands. Íbúðalánasjóður fjármagnar starfsemi sína með svokölluðum íbúðabréfum, en um 70% þeirra eru í eigu íslenskra lífeyrissjóða sem jafngildir þá um 600 milljörðum kr. Þar með er ekki öll sagan sögð því íslenskir lífeyrissjóðir eiga um 100 milljarða kr. í verðbréfasjóðum sem hafa bundið verulegar eignir í skuldabréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. Í það heila má ætla að 27-30% af lífeyrissparnaði landsmanna sé bundinn í bréfum útgefnum af Íbúðalánasjóði. „Það er líklega engin stofnun á Íslandi þar sem hagsmunaaðilar eru með jafn skýrum hætti allur meginþorri landsmanna, annars vegar sem lántakar hjá sjóðnum og hins vegar sem lánveitendur sjóðsins í gegnum lífeyrissparnað sinn. Allir landsmenn eru svo hagsmunaaðilar í gegnum ríkissjóð, sem er eigandi sjóðsins. Því er brýnt að vandað sé til verka við úrlausn vandamála Íbúðalánasjóðs,“ segir í Markaðspunktunum.
Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira