Lífið

Steed Lord og Sísí Ey hætta líka við - Romero mun spila

Fjallabræður á tónleikum í kvöld.
Fjallabræður á tónleikum í kvöld.

Fleiri listamenn hafa bæst í hóp þeirra sem troða ekki upp á Keflavík Music Festival um helgina en hljómsveitirnar Steed Lord og Sísí Ey hafa báðar afboðað komu sína á hátíðina samkvæmt tilkynningum á Facebook-síðum bandanna.

Það má þó búast við töluverðu fjöri á hátíðinni í kvöld en samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum hátíðarinnar mun tónlistarmaðurinn Nicky Romero mæta í kvöld og því er  búið er að lengja dagskrána í Reykjaneshöllinni til miðnættis.

Þá mun Friðrik Dór koma inn í staðinn fyrir tónlistarkonuna Iggy Azalea en Friðrik Dór átti  upprunlega að vera á skemmtistaðnum Manhattan.

Hljómsveitin Big Band Theory hóf tónleikana í  kvöld og á eftirþeim komu Fjallabræður.

Breski rapparinn Tinie Tempah mun svo stíga á svið klukkan tíu  og strax á eftir honum mun Nicky Romero leika fyrir gesti. Hægt er að sjá myndband með Tinie hér fyrir ofan.

Dagskráin verður því svohljóðandi samkvæmt skipuleggjendum:

Reykjaneshöll

18:00 - 18:30 Big Band Theory

18:45 - 19:15 Fjallabræður

19:30 - 20:15 Valdimar

20:30 - 20:55 XXX Rottweiler Hundar

21:10 - 21:30 Friðrik Dór

22:00 - 23:00 Tinie Tempha

23:10 - 00:00 Nicky Romero

Tuborg Tjald

00:30 - 01:00 Samaris

01:15 - 01:45 Retrobot

02:00 - 02:20 Dj

02:30 - 03:30 Chase & Status(dj set)

03:40 - 04:30 Dj

Nánari upplýsingar má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×