Fótbolti

Hreimur spilar, Bjarni leikgreinir og bjórinn drukkinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Allt er að verða klárt í Laugardalshöll þar sem hitað verður upp fyrir landsleik Íslands og Slóveníu í undankeppni HM 2014 á Laugardalsvelli í kvöld.

Knattspyrnudeild Þróttar stendur fyrir upphituninni sem hefst klukkan 16. Þá mun Hreimur Örn Heimisson spila á gítarinn og halda uppi stemmningunni.

Upphaflega átti skemmtunin að fara fram í tjaldi en Reykjavíkurborg synjaði í tvígang beiðni Þróttara um að bjórtjald. Þeir dóu hins vegar ekki ráðalausir og fluttu sig inn í Laugardalshöll.

Bjarni Guðjónsson, leikmaður KR, og Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á Rúv, mæta í hús klukkan 17 og munu miðla af sérfræðiþekkingu sinni til gesta.

Landsleikurinn

Allt er að verða klárt í Höllinni.Mynd/Aðsend

Tengdar fréttir

Þróttarar leggja inn aðra umsókn vegna bjórtjalds

Ekkert verður af því að bjórtjald verði reist nærri félagsheimili Þróttar fyrir landsleik Íslands og Slóveníu. Þróttarar hafa þó ekki lagt árar í bát. Í gær fengu Þróttarar synjun á umsókn sína um bjórtjaldið og þeir eru hissa á þeim úrskurði.

Bjórinn verður í Höllinni

Reykjavíkurborg hafnaði í dag síðari umsókn Þróttara um staðsetningu bjórtjalds í Laugardalnum fyrir landsleik Íslands og Slóveníu á föstudaginn. Þróttarar dóu hins vegar ekki ráðalausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×