Bismarck neitar sök: Segist ekki hafa komið til Íslands lengi Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2013 11:49 Von að Bismarck sé brugðið, enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við brotinu sem um ræði. Umrædd mynd af verkum hans hefur verið fjarlægð af vefsíðu. Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum. Náttúruspjöllin vöktu mikla athygli og umtal þegar greint var frá þeim fyrir skemmstu, en meðal annars var búið var að mála orðin CRATER á Hverfjalli, LAVA við Kálfaströnd og CAVE í Grjótagjá. Hynur var í Berlín þegar hann rakst á listaverk eftir Julius von Bismarck, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu eftir að búið var að mála á þau orð.von Biscmarck brugðið Þegar Vísir náði tali af Júlíusi von Bismarck var honum hreinilega brugðið enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við þeim umhverfisspjöllum sem um ræðir. Hann vildi lítið tjá sig um málið, nema sagðist ekki hafa komið til Íslands í mörg ár og að yfirlýsingar vegna málsins væri að vænta innan tíðar. Þá sagði hann að sér hafi borist fjölmörg símtöl frá Íslandi vegna málsins. Hlynur telur ómögulegt annað en Bismarck tengist þessum umhverfisspjöllum. "Nei, sennilega ekki. Ég náttúrlega labba inn á þessa sýningu, þetta er einkasýning hans Júlíusar, og þar hanga þessar myndir, átta alls, frá átta mismunandi stöðum þar sem búið er að skrifa eitthvað inn í náttúruna. Það er auðvitað engin tilviljun að hann hafi verið akkúrat á staðnum þar sem einhver annar hefur skrifað þetta. Hann hlýtur að tengjast þessari skrift eitthvað. Það er frekar augljóst," segir Hlynur. Hlynur Hallsson. Mynd fjarlægð af vefsíðu Hlynur nefnir þann möguleika að hugsanlega hafi þá einhver samstarfsmaður Júlíusar von Bismarcks verið þar á ferð, slíkt er alþekkt innan listageirans, en hann hjó eftir því á sínum tíma að fransks listamanns var einnig getið í tengslum við sýninguna, en hann tók ekki eftir nafninu. Hlynur segir jafnframt að hann hafi tekið eftir því í dag að á vefsíðunni þar sem sýningin er kynnt hafi umrædd mynd, sem vakti athygli Hlyns, verið fjarlægð. En, Hlynur hafði tekið afrit af myndinni í gær. Málið er því í enn í flækju en það er lögreglan á Húsavík sem fer með rannsókn þess. Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum. Náttúruspjöllin vöktu mikla athygli og umtal þegar greint var frá þeim fyrir skemmstu, en meðal annars var búið var að mála orðin CRATER á Hverfjalli, LAVA við Kálfaströnd og CAVE í Grjótagjá. Hynur var í Berlín þegar hann rakst á listaverk eftir Julius von Bismarck, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu eftir að búið var að mála á þau orð.von Biscmarck brugðið Þegar Vísir náði tali af Júlíusi von Bismarck var honum hreinilega brugðið enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við þeim umhverfisspjöllum sem um ræðir. Hann vildi lítið tjá sig um málið, nema sagðist ekki hafa komið til Íslands í mörg ár og að yfirlýsingar vegna málsins væri að vænta innan tíðar. Þá sagði hann að sér hafi borist fjölmörg símtöl frá Íslandi vegna málsins. Hlynur telur ómögulegt annað en Bismarck tengist þessum umhverfisspjöllum. "Nei, sennilega ekki. Ég náttúrlega labba inn á þessa sýningu, þetta er einkasýning hans Júlíusar, og þar hanga þessar myndir, átta alls, frá átta mismunandi stöðum þar sem búið er að skrifa eitthvað inn í náttúruna. Það er auðvitað engin tilviljun að hann hafi verið akkúrat á staðnum þar sem einhver annar hefur skrifað þetta. Hann hlýtur að tengjast þessari skrift eitthvað. Það er frekar augljóst," segir Hlynur. Hlynur Hallsson. Mynd fjarlægð af vefsíðu Hlynur nefnir þann möguleika að hugsanlega hafi þá einhver samstarfsmaður Júlíusar von Bismarcks verið þar á ferð, slíkt er alþekkt innan listageirans, en hann hjó eftir því á sínum tíma að fransks listamanns var einnig getið í tengslum við sýninguna, en hann tók ekki eftir nafninu. Hlynur segir jafnframt að hann hafi tekið eftir því í dag að á vefsíðunni þar sem sýningin er kynnt hafi umrædd mynd, sem vakti athygli Hlyns, verið fjarlægð. En, Hlynur hafði tekið afrit af myndinni í gær. Málið er því í enn í flækju en það er lögreglan á Húsavík sem fer með rannsókn þess.
Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26
Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30