Bismarck neitar sök: Segist ekki hafa komið til Íslands lengi Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2013 11:49 Von að Bismarck sé brugðið, enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við brotinu sem um ræði. Umrædd mynd af verkum hans hefur verið fjarlægð af vefsíðu. Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum. Náttúruspjöllin vöktu mikla athygli og umtal þegar greint var frá þeim fyrir skemmstu, en meðal annars var búið var að mála orðin CRATER á Hverfjalli, LAVA við Kálfaströnd og CAVE í Grjótagjá. Hynur var í Berlín þegar hann rakst á listaverk eftir Julius von Bismarck, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu eftir að búið var að mála á þau orð.von Biscmarck brugðið Þegar Vísir náði tali af Júlíusi von Bismarck var honum hreinilega brugðið enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við þeim umhverfisspjöllum sem um ræðir. Hann vildi lítið tjá sig um málið, nema sagðist ekki hafa komið til Íslands í mörg ár og að yfirlýsingar vegna málsins væri að vænta innan tíðar. Þá sagði hann að sér hafi borist fjölmörg símtöl frá Íslandi vegna málsins. Hlynur telur ómögulegt annað en Bismarck tengist þessum umhverfisspjöllum. "Nei, sennilega ekki. Ég náttúrlega labba inn á þessa sýningu, þetta er einkasýning hans Júlíusar, og þar hanga þessar myndir, átta alls, frá átta mismunandi stöðum þar sem búið er að skrifa eitthvað inn í náttúruna. Það er auðvitað engin tilviljun að hann hafi verið akkúrat á staðnum þar sem einhver annar hefur skrifað þetta. Hann hlýtur að tengjast þessari skrift eitthvað. Það er frekar augljóst," segir Hlynur. Hlynur Hallsson. Mynd fjarlægð af vefsíðu Hlynur nefnir þann möguleika að hugsanlega hafi þá einhver samstarfsmaður Júlíusar von Bismarcks verið þar á ferð, slíkt er alþekkt innan listageirans, en hann hjó eftir því á sínum tíma að fransks listamanns var einnig getið í tengslum við sýninguna, en hann tók ekki eftir nafninu. Hlynur segir jafnframt að hann hafi tekið eftir því í dag að á vefsíðunni þar sem sýningin er kynnt hafi umrædd mynd, sem vakti athygli Hlyns, verið fjarlægð. En, Hlynur hafði tekið afrit af myndinni í gær. Málið er því í enn í flækju en það er lögreglan á Húsavík sem fer með rannsókn þess. Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum. Náttúruspjöllin vöktu mikla athygli og umtal þegar greint var frá þeim fyrir skemmstu, en meðal annars var búið var að mála orðin CRATER á Hverfjalli, LAVA við Kálfaströnd og CAVE í Grjótagjá. Hynur var í Berlín þegar hann rakst á listaverk eftir Julius von Bismarck, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu eftir að búið var að mála á þau orð.von Biscmarck brugðið Þegar Vísir náði tali af Júlíusi von Bismarck var honum hreinilega brugðið enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við þeim umhverfisspjöllum sem um ræðir. Hann vildi lítið tjá sig um málið, nema sagðist ekki hafa komið til Íslands í mörg ár og að yfirlýsingar vegna málsins væri að vænta innan tíðar. Þá sagði hann að sér hafi borist fjölmörg símtöl frá Íslandi vegna málsins. Hlynur telur ómögulegt annað en Bismarck tengist þessum umhverfisspjöllum. "Nei, sennilega ekki. Ég náttúrlega labba inn á þessa sýningu, þetta er einkasýning hans Júlíusar, og þar hanga þessar myndir, átta alls, frá átta mismunandi stöðum þar sem búið er að skrifa eitthvað inn í náttúruna. Það er auðvitað engin tilviljun að hann hafi verið akkúrat á staðnum þar sem einhver annar hefur skrifað þetta. Hann hlýtur að tengjast þessari skrift eitthvað. Það er frekar augljóst," segir Hlynur. Hlynur Hallsson. Mynd fjarlægð af vefsíðu Hlynur nefnir þann möguleika að hugsanlega hafi þá einhver samstarfsmaður Júlíusar von Bismarcks verið þar á ferð, slíkt er alþekkt innan listageirans, en hann hjó eftir því á sínum tíma að fransks listamanns var einnig getið í tengslum við sýninguna, en hann tók ekki eftir nafninu. Hlynur segir jafnframt að hann hafi tekið eftir því í dag að á vefsíðunni þar sem sýningin er kynnt hafi umrædd mynd, sem vakti athygli Hlyns, verið fjarlægð. En, Hlynur hafði tekið afrit af myndinni í gær. Málið er því í enn í flækju en það er lögreglan á Húsavík sem fer með rannsókn þess.
Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26
Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30