Bismarck neitar sök: Segist ekki hafa komið til Íslands lengi Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2013 11:49 Von að Bismarck sé brugðið, enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við brotinu sem um ræði. Umrædd mynd af verkum hans hefur verið fjarlægð af vefsíðu. Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum. Náttúruspjöllin vöktu mikla athygli og umtal þegar greint var frá þeim fyrir skemmstu, en meðal annars var búið var að mála orðin CRATER á Hverfjalli, LAVA við Kálfaströnd og CAVE í Grjótagjá. Hynur var í Berlín þegar hann rakst á listaverk eftir Julius von Bismarck, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu eftir að búið var að mála á þau orð.von Biscmarck brugðið Þegar Vísir náði tali af Júlíusi von Bismarck var honum hreinilega brugðið enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við þeim umhverfisspjöllum sem um ræðir. Hann vildi lítið tjá sig um málið, nema sagðist ekki hafa komið til Íslands í mörg ár og að yfirlýsingar vegna málsins væri að vænta innan tíðar. Þá sagði hann að sér hafi borist fjölmörg símtöl frá Íslandi vegna málsins. Hlynur telur ómögulegt annað en Bismarck tengist þessum umhverfisspjöllum. "Nei, sennilega ekki. Ég náttúrlega labba inn á þessa sýningu, þetta er einkasýning hans Júlíusar, og þar hanga þessar myndir, átta alls, frá átta mismunandi stöðum þar sem búið er að skrifa eitthvað inn í náttúruna. Það er auðvitað engin tilviljun að hann hafi verið akkúrat á staðnum þar sem einhver annar hefur skrifað þetta. Hann hlýtur að tengjast þessari skrift eitthvað. Það er frekar augljóst," segir Hlynur. Hlynur Hallsson. Mynd fjarlægð af vefsíðu Hlynur nefnir þann möguleika að hugsanlega hafi þá einhver samstarfsmaður Júlíusar von Bismarcks verið þar á ferð, slíkt er alþekkt innan listageirans, en hann hjó eftir því á sínum tíma að fransks listamanns var einnig getið í tengslum við sýninguna, en hann tók ekki eftir nafninu. Hlynur segir jafnframt að hann hafi tekið eftir því í dag að á vefsíðunni þar sem sýningin er kynnt hafi umrædd mynd, sem vakti athygli Hlyns, verið fjarlægð. En, Hlynur hafði tekið afrit af myndinni í gær. Málið er því í enn í flækju en það er lögreglan á Húsavík sem fer með rannsókn þess. Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Listamaðurinn Júlíus von Bismarck, sem nefndur hefur verið sem náttúrníðingur á Íslandi, neitar sök. Vísir náði tali af honum nú fyrir stundu og þá sagðist hann ekki hafa komið til Íslands í mörg ár. Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, telur sig hafa fundið þann sem framdi náttúruspjöll í Mývatnssveit á dögunum. Náttúruspjöllin vöktu mikla athygli og umtal þegar greint var frá þeim fyrir skemmstu, en meðal annars var búið var að mála orðin CRATER á Hverfjalli, LAVA við Kálfaströnd og CAVE í Grjótagjá. Hynur var í Berlín þegar hann rakst á listaverk eftir Julius von Bismarck, en þar komu náttúrufyrirbrigðin við Mývatn við sögu eftir að búið var að mála á þau orð.von Biscmarck brugðið Þegar Vísir náði tali af Júlíusi von Bismarck var honum hreinilega brugðið enda liggur tveggja ára fangelsisdómur við þeim umhverfisspjöllum sem um ræðir. Hann vildi lítið tjá sig um málið, nema sagðist ekki hafa komið til Íslands í mörg ár og að yfirlýsingar vegna málsins væri að vænta innan tíðar. Þá sagði hann að sér hafi borist fjölmörg símtöl frá Íslandi vegna málsins. Hlynur telur ómögulegt annað en Bismarck tengist þessum umhverfisspjöllum. "Nei, sennilega ekki. Ég náttúrlega labba inn á þessa sýningu, þetta er einkasýning hans Júlíusar, og þar hanga þessar myndir, átta alls, frá átta mismunandi stöðum þar sem búið er að skrifa eitthvað inn í náttúruna. Það er auðvitað engin tilviljun að hann hafi verið akkúrat á staðnum þar sem einhver annar hefur skrifað þetta. Hann hlýtur að tengjast þessari skrift eitthvað. Það er frekar augljóst," segir Hlynur. Hlynur Hallsson. Mynd fjarlægð af vefsíðu Hlynur nefnir þann möguleika að hugsanlega hafi þá einhver samstarfsmaður Júlíusar von Bismarcks verið þar á ferð, slíkt er alþekkt innan listageirans, en hann hjó eftir því á sínum tíma að fransks listamanns var einnig getið í tengslum við sýninguna, en hann tók ekki eftir nafninu. Hlynur segir jafnframt að hann hafi tekið eftir því í dag að á vefsíðunni þar sem sýningin er kynnt hafi umrædd mynd, sem vakti athygli Hlyns, verið fjarlægð. En, Hlynur hafði tekið afrit af myndinni í gær. Málið er því í enn í flækju en það er lögreglan á Húsavík sem fer með rannsókn þess.
Tengdar fréttir Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26 Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Von Bismarck vísar ábyrgð á bug í yfirlýsingu "Það var ekki ég sem letraði þessi orð á Íslandi," segir Julius von Bismarck, sem hefur sent Vísi stutta yfirlýsingu vegna máls er varðar umhverfisspjöll á Íslandi. 6. júní 2013 14:26
Telur sig hafa fundið náttúruníðinginn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður á Akureyri, var staddur á listasýningu í Berlín þegar hann sá verk þar sem náttúrufyrirbrigðin við Mývatn komu við sögu. 5. júní 2013 20:30