Viðskipti innlent

WSJ: Íslensk stjórnvöld buðu CNOOC aðild að Drekasvæðinu

Í frétt í Wall Street Journal um þátttöku kínverska ríkisolíufyrirtækisins CNOOC í olíuleit á Dreaksvæðinu segir að íslensk stjórnvöld og Eykon Energy hafi boðið CNOOC að vera með í leitinni.

Blaðið fjallar ítarlega um aðild CNOOC að olíuleitinni og segir að um sé að ræða fyrsta verkefni Kínverja í olíuleit og vinnslu á norðurslóðum en mörg af stærstu olíufélögum heims hafa mikinn áhuga á þessu svæði.

Wall Street Journal vitnar í yfirlýsingu sem blaðinu barst frá CNOOC þar sem segir að þeim hafi verið boðið að verða samstarfsaðilar Eykon Energy og að verið sé að semja um þátttöku þeirra í olíuleit á Drekasvæðinu.

Fram kemur að Íslendingar og Kínverjar hafi gengið frá fríverslunarsamningi milli landanna í apríl s.l. og að Kína hafi fengið stöðu áheyrnarfulltrúa í Norðurskautsráðinu í framhaldinu. Sjá nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×