Lífið

Mætti með syninum á rauða dregilinn

Athafnakonan Victoria Beckham bauð syni sínum, Brooklyn Beckham, fjórtán ára, með á verðlaunahátíðina Glamour Women of the Year sem var haldin í London í vikunni.

Victoria ljómaði í samfestingi frá Maison Margiela en hún hlaut verðlaun fyrir að vera kona áratugarins. Í ræðu sinni fór hún fögrum orðum um deitið sitt sem og eiginmann sinn, knattspyrnugoðið David Beckham.

Fantaflott.

“Takk Brooklyn, deitið mitt í kvöld sem er myndarlegasti maðurinn hér í kvöld. Ég vil þakka eiginmanni mínum sem gerir allt fyrir mig, styður mig, hvetur mig að elta drauma mína og takast á við ástríður mínar,” sagði Victoria meðal annars í ræðunni.

Seiðandi í sammara.
Náin mæðgin.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.