Formúla 1

Brawn: Hamilton þarf bara smá tíma

Birgir Þór Harðarson skrifar
Hamilton þarf að fara að bæta sig.
Hamilton þarf að fara að bæta sig.

Keppnistímabil Lewis Hamilton hefur ekki byrjað neitt sérstaklega vel hjá Mercedes í ár. Hann hefur jafnan klárað mótin á eftir liðsfélaga sínum Nico Rosberg og oftast verið hægari en hann í tímatökum.

Eftir sigur Rosbergs í Mónakó fyrir rúmri viku síðan sagði Hamilton að nú væri aldeilis pressa á sér að skila úrslitum.

Ross Brawn, liðstjóri Mercedes, hefur hins vegar ekki áhyggjur af Hamilton og segir hann aðeins þurfa tíma til að koma sér fyrir hjá liðinu. "Þetta er nú ekkert stórmál, hann þarf bara smá tíma," sagði Brawn þegar hann var spurður hvað liðið gæti gert til að hjálpa Hamilton.

"Þetta snýst bara um að hann læri hvernig við tölum saman, hvernig við eigum að hjálpa honum og hvernig við eigum að stilla bílinn svo það henti honum sem best."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×