Annþór og Börkur ákærðir fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða VG skrifar 5. júní 2013 09:31 Annþór og Börkur hafa verið tveir einir á öryggisgangi á Litla Hrauni í heilt ár. mynd / Facebook Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson eru ákærðir fyrir stórfellda og hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni í maí á síðasta ári. Þeim er gefið að sök að hafa veist að Sigurði Hólm Sigurðssyni með ofbeldi þann 17. maí á síðasta ári og eiga áverkarnir að hafa leitt til andláts Sigurðar. Samkvæmt samtali við lögmann annars sakborningsins voru þeim birtar ákærur síðasta mánudag. Rannsókn á málinu hefur verið gríðarlega flókin, meðal annars voru tveir prófessorar í sálfræði dómkvaddir til að greina atferli fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. Prófessor í verkfræði við HÍ var fenginn til að rannsaka þá krafta sem þarf til að valda þeim áverkum sem voru á líkinu. Sérstakar mælingar voru gerðar á hljóðburði innan fangelsins og möguleikum vitna á að heyra það sem talið er hafa farið fram innan veggja fangaklefa hins látna. Nákvæm eftirlíking klefans var byggð í fullri stærð í húsnæði Lögregluskóla ríkisins þar sem tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðisins sviðsetti mögulega atburðarás auk þess sem grunuðum var gefinn kostur á að lýsa atvikum í klefanum þar. Málið er búið að vera í rannsókn í rúmt ár auk þess sem Annþór og Börkur hafa verið tveir einir á sérstökum öryggisgangi í ár. Báðir neita þeir staðfastlega sök í málinu sem verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands næstkomandi þriðjudag. Mál Annþórs og Barkar Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson eru ákærðir fyrir stórfellda og hættulega líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni í maí á síðasta ári. Þeim er gefið að sök að hafa veist að Sigurði Hólm Sigurðssyni með ofbeldi þann 17. maí á síðasta ári og eiga áverkarnir að hafa leitt til andláts Sigurðar. Samkvæmt samtali við lögmann annars sakborningsins voru þeim birtar ákærur síðasta mánudag. Rannsókn á málinu hefur verið gríðarlega flókin, meðal annars voru tveir prófessorar í sálfræði dómkvaddir til að greina atferli fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. Prófessor í verkfræði við HÍ var fenginn til að rannsaka þá krafta sem þarf til að valda þeim áverkum sem voru á líkinu. Sérstakar mælingar voru gerðar á hljóðburði innan fangelsins og möguleikum vitna á að heyra það sem talið er hafa farið fram innan veggja fangaklefa hins látna. Nákvæm eftirlíking klefans var byggð í fullri stærð í húsnæði Lögregluskóla ríkisins þar sem tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðisins sviðsetti mögulega atburðarás auk þess sem grunuðum var gefinn kostur á að lýsa atvikum í klefanum þar. Málið er búið að vera í rannsókn í rúmt ár auk þess sem Annþór og Börkur hafa verið tveir einir á sérstökum öryggisgangi í ár. Báðir neita þeir staðfastlega sök í málinu sem verður þingfest fyrir Héraðsdómi Suðurlands næstkomandi þriðjudag.
Mál Annþórs og Barkar Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira