Innlent

Aðalskipulag borgarinnar samþykkt

Þrettán greiddu atkvæði með skipulaginu en tveir sátu hjá.
Þrettán greiddu atkvæði með skipulaginu en tveir sátu hjá.

Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn fyrr í dag. Þrettán borgarfulltrúar greiddu atkvæði með nýja skipulaginu en tveir sátu hjá. Það voru borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr oddviti flokksins í borginni, og Kjartan Magnússon. Aðrir fulltrúar flokksins greiddu atkvæði með skipulaginu.

Júlíus Vífill hafði greint frá því í fréttum Stöðvar 2 fyrir helgi að hann hygðist ekki styðja nýja skipulagið. Hann sagði enga ósátt í flokknum vegna málsins þrátt fyrir að aðrir borgarfulltrúar flokksins séu fylgjandi skipulaginu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×