Leið um Teigsskóg í nýtt umhverfismat Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2013 18:55 Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg, og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um þessa umdeildu leið í nýtt umhverfismat. Deilan um Teigsskóg hefur staðið í áratug og snýst um hvort leggja megi Vestfjarðaveg um skóginn og síðan þvert yfir tvo firði til að losa vegfarendur við tvo fjallvegi. Eigendur tveggja eyðijarða í veglínunni með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist gegn þessum áformum og höfðu betur í Hæstarétti sem dæmdi að þáverandi umhverfisráðherra hefði verið óheimilt að nota umferðaröryggi sem rökstuðning til að vega á móti umhverfisáhrifum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vildu þá aftur láta reyna á hvort Teigsskógarleiðin væri fær með nýju umhverfismati, því hafnaði fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, - hann vildi aðrar lausnir eins og jarðgöng, sem Vegagerðin segir þremur og hálfum milljarði króna dýrari.Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Til hægri má sjá malarslóða sem liggur um skóginn.Mynd/Stöð 2.Nú er nýr ráðherra búinn að snúa við ákvörðun Ögmundar. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir í fréttum Stöðvar 2 að fyrir um það bil tveimur vikum hafi hún heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um Teigsskóg í nýtt umhverfismat. Þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar, því hafi verið skynsamlegt að setja hana í það ferli strax. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Innanríkisráðherra og vegamálastjóri ætla að ræða samgöngumál á Vestfjörðum á opnum fundi sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur boðað til í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag klukkan 12.30, en ekki kl. 13.30, eins og áður var búið að kynna. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg, og hefur heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um þessa umdeildu leið í nýtt umhverfismat. Deilan um Teigsskóg hefur staðið í áratug og snýst um hvort leggja megi Vestfjarðaveg um skóginn og síðan þvert yfir tvo firði til að losa vegfarendur við tvo fjallvegi. Eigendur tveggja eyðijarða í veglínunni með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist gegn þessum áformum og höfðu betur í Hæstarétti sem dæmdi að þáverandi umhverfisráðherra hefði verið óheimilt að nota umferðaröryggi sem rökstuðning til að vega á móti umhverfisáhrifum. Sveitarfélögin á Vestfjörðum vildu þá aftur láta reyna á hvort Teigsskógarleiðin væri fær með nýju umhverfismati, því hafnaði fyrrverandi innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, - hann vildi aðrar lausnir eins og jarðgöng, sem Vegagerðin segir þremur og hálfum milljarði króna dýrari.Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Til hægri má sjá malarslóða sem liggur um skóginn.Mynd/Stöð 2.Nú er nýr ráðherra búinn að snúa við ákvörðun Ögmundar. Hanna Birna Kristjánsdóttir segir í fréttum Stöðvar 2 að fyrir um það bil tveimur vikum hafi hún heimilað vegamálastjóra að setja vegagerð um Teigsskóg í nýtt umhverfismat. Þetta hafi verið krafa sveitarfélaga og íbúa. Þessi leið sé hagkvæmari en aðrar, því hafi verið skynsamlegt að setja hana í það ferli strax. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að vinna við nýtt umhverfismat sé þegar hafin og næsta skref verði að senda matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Innanríkisráðherra og vegamálastjóri ætla að ræða samgöngumál á Vestfjörðum á opnum fundi sem Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur boðað til í íþróttahúsinu á Tálknafirði á föstudag klukkan 12.30, en ekki kl. 13.30, eins og áður var búið að kynna.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira