Hanna Birna til fundar við Vestfirðinga um vegamál Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2013 21:14 Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar. Þá hafa íbúasamtök og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum sent ríkisstjórninni ákall um betri vegi. Skilaboð Vestfirðinga á frægum fundi á Patreksfirði fyrir tveimur árum til Ögmundar Jónassonar, þáverandi ráðherra vegamála, voru skýr. Þeir strunsuðu út af fundinum og börðu búsáhöld til að mótmæla því að ekki mætti leggja láglendisveg um Teigsskóg. En nú er kominn nýr innanríkisráðherra yfir vegamálin, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segir að Hanna Birna hafi þegið fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga á Patreksfjörð 21. júní. „Við bara hlökkum til að fá hana og setja hana inn í þessi mál og treystum því að hún vinni með okkur góð verk," segir Eyrún. Hún segir að það ríki eining meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust, og skilaboðin til ráðherra eru að hægt verði að hefjast handa um leið og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár. „Ég hef sagt það, og mun segja það áfram, að mér finnst illa farið með almannafé ef það á að fara með okkur rúmlega þriggja og hálfs milljarða dýrari leið, þegar hægt er að fara B-leiðina, - að hún allavega fari inn í umhverfismatið. En við líka gerum skýra kröfu um það að skipulagsmálin verði leyst fyrir haustið 2015, þannig að það verði hægt að bjóða út um leið og þessari framkvæmd lýkur sem við stöndum við hér í dag."Leið B um Teigsskóg er sú sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum vilja að fari í nýtt umhverfismat.En heimamenn vilja ekki bara að kaflarnir tveir á Vestfjarðavegi verði kláraðir. Íbúasamtök og helstu fyrirtæki á svæðinu sendu ríkisstjórn á dögunum áskorun um að mikilvægustu tengivegir verði líka byggðir upp og malbikaðir; af Dynjandisheiði um sunnanverðan Arnarfjörð, Ketildali og út í Selárdal og um sunnanverðan Patreksfjörð, Örlygshöfn og alla leið að Látrabjargi. Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar. Þá hafa íbúasamtök og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum sent ríkisstjórninni ákall um betri vegi. Skilaboð Vestfirðinga á frægum fundi á Patreksfirði fyrir tveimur árum til Ögmundar Jónassonar, þáverandi ráðherra vegamála, voru skýr. Þeir strunsuðu út af fundinum og börðu búsáhöld til að mótmæla því að ekki mætti leggja láglendisveg um Teigsskóg. En nú er kominn nýr innanríkisráðherra yfir vegamálin, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segir að Hanna Birna hafi þegið fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga á Patreksfjörð 21. júní. „Við bara hlökkum til að fá hana og setja hana inn í þessi mál og treystum því að hún vinni með okkur góð verk," segir Eyrún. Hún segir að það ríki eining meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust, og skilaboðin til ráðherra eru að hægt verði að hefjast handa um leið og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár. „Ég hef sagt það, og mun segja það áfram, að mér finnst illa farið með almannafé ef það á að fara með okkur rúmlega þriggja og hálfs milljarða dýrari leið, þegar hægt er að fara B-leiðina, - að hún allavega fari inn í umhverfismatið. En við líka gerum skýra kröfu um það að skipulagsmálin verði leyst fyrir haustið 2015, þannig að það verði hægt að bjóða út um leið og þessari framkvæmd lýkur sem við stöndum við hér í dag."Leið B um Teigsskóg er sú sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum vilja að fari í nýtt umhverfismat.En heimamenn vilja ekki bara að kaflarnir tveir á Vestfjarðavegi verði kláraðir. Íbúasamtök og helstu fyrirtæki á svæðinu sendu ríkisstjórn á dögunum áskorun um að mikilvægustu tengivegir verði líka byggðir upp og malbikaðir; af Dynjandisheiði um sunnanverðan Arnarfjörð, Ketildali og út í Selárdal og um sunnanverðan Patreksfjörð, Örlygshöfn og alla leið að Látrabjargi.
Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira