Hanna Birna til fundar við Vestfirðinga um vegamál Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2013 21:14 Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar. Þá hafa íbúasamtök og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum sent ríkisstjórninni ákall um betri vegi. Skilaboð Vestfirðinga á frægum fundi á Patreksfirði fyrir tveimur árum til Ögmundar Jónassonar, þáverandi ráðherra vegamála, voru skýr. Þeir strunsuðu út af fundinum og börðu búsáhöld til að mótmæla því að ekki mætti leggja láglendisveg um Teigsskóg. En nú er kominn nýr innanríkisráðherra yfir vegamálin, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segir að Hanna Birna hafi þegið fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga á Patreksfjörð 21. júní. „Við bara hlökkum til að fá hana og setja hana inn í þessi mál og treystum því að hún vinni með okkur góð verk," segir Eyrún. Hún segir að það ríki eining meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust, og skilaboðin til ráðherra eru að hægt verði að hefjast handa um leið og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár. „Ég hef sagt það, og mun segja það áfram, að mér finnst illa farið með almannafé ef það á að fara með okkur rúmlega þriggja og hálfs milljarða dýrari leið, þegar hægt er að fara B-leiðina, - að hún allavega fari inn í umhverfismatið. En við líka gerum skýra kröfu um það að skipulagsmálin verði leyst fyrir haustið 2015, þannig að það verði hægt að bjóða út um leið og þessari framkvæmd lýkur sem við stöndum við hér í dag."Leið B um Teigsskóg er sú sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum vilja að fari í nýtt umhverfismat.En heimamenn vilja ekki bara að kaflarnir tveir á Vestfjarðavegi verði kláraðir. Íbúasamtök og helstu fyrirtæki á svæðinu sendu ríkisstjórn á dögunum áskorun um að mikilvægustu tengivegir verði líka byggðir upp og malbikaðir; af Dynjandisheiði um sunnanverðan Arnarfjörð, Ketildali og út í Selárdal og um sunnanverðan Patreksfjörð, Örlygshöfn og alla leið að Látrabjargi. Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, hefur fallist á að funda með Vestfirðingum um hvort Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg, og að snúið verði við synjun Ögmundar Jónassonar. Þá hafa íbúasamtök og fyrirtæki á sunnanverðum Vestfjörðum sent ríkisstjórninni ákall um betri vegi. Skilaboð Vestfirðinga á frægum fundi á Patreksfirði fyrir tveimur árum til Ögmundar Jónassonar, þáverandi ráðherra vegamála, voru skýr. Þeir strunsuðu út af fundinum og börðu búsáhöld til að mótmæla því að ekki mætti leggja láglendisveg um Teigsskóg. En nú er kominn nýr innanríkisráðherra yfir vegamálin, Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðar, segir að Hanna Birna hafi þegið fundarboð Fjórðungssambands Vestfirðinga á Patreksfjörð 21. júní. „Við bara hlökkum til að fá hana og setja hana inn í þessi mál og treystum því að hún vinni með okkur góð verk," segir Eyrún. Hún segir að það ríki eining meðal sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum um að best sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg, svokallaða B-leið, enda sé hún hagkvæmust, og skilaboðin til ráðherra eru að hægt verði að hefjast handa um leið og vegagerðinni um Kjálkafjörð lýkur eftir tvö ár. „Ég hef sagt það, og mun segja það áfram, að mér finnst illa farið með almannafé ef það á að fara með okkur rúmlega þriggja og hálfs milljarða dýrari leið, þegar hægt er að fara B-leiðina, - að hún allavega fari inn í umhverfismatið. En við líka gerum skýra kröfu um það að skipulagsmálin verði leyst fyrir haustið 2015, þannig að það verði hægt að bjóða út um leið og þessari framkvæmd lýkur sem við stöndum við hér í dag."Leið B um Teigsskóg er sú sem sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum vilja að fari í nýtt umhverfismat.En heimamenn vilja ekki bara að kaflarnir tveir á Vestfjarðavegi verði kláraðir. Íbúasamtök og helstu fyrirtæki á svæðinu sendu ríkisstjórn á dögunum áskorun um að mikilvægustu tengivegir verði líka byggðir upp og malbikaðir; af Dynjandisheiði um sunnanverðan Arnarfjörð, Ketildali og út í Selárdal og um sunnanverðan Patreksfjörð, Örlygshöfn og alla leið að Látrabjargi.
Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira