Þingmaður Framsóknar greiðir ekki atkvæði með veiðigjaldafrumvarpi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. júní 2013 20:15 Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Nýr þingmaður Framsóknarflokksins mun ekki greiða atkvæða með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um tímabundna lækkun veiðigjalda. Ástæðan fyrir þessu eru fjölskyldutengsl hans við eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hlutur hans í félaginu. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa reiknað áhrif lækkunar á sérstöku veiðigjaldi sem boðuð er í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Það var tekið til umfjöllunar á Alþingi á föstudaginn. Útreikningarnir sýna fram á hækkun veiðigjalda hjá útgerðum sem sérhæfa sig í uppsjávarvinnslu, frá 11 prósentum hjá Síldarvinnslunni til 23 prósenta hjá Eskju í Eskifirði.Tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun á sérstöku veiðigjaldi þar sem skattlagning á hvert uppsjávarþorskígildi er aukið.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRIVeiðigjöld lækka hins vegar hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar. Mest er lækkunin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Vísi hf., eða um 48 prósent. Svipaða þróun má sjá hjá Ramma, FISK Seafood á Sauðárkróki, Þorbirni hf. í Grindavík og Brim. Í tilfelli Vísis hf. lækkar veiðigjaldið úr tæpum 450 milljónum króna í tæpar 231. Heildarlækkun samkvæmt þessum útreikningum nemur rúmlega 216 milljónum króna.Veiðigjöld lækka hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRINýr þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Jóhann Pálsson, á tæplega 5 prósent hlut í Vísi hf. en hann situr jafnframt í atvinnuveganefnd þar sem sjávarútvegsmál eru meðal annars til umfjöllunar. Faðir hans og nafni, Páll H. Pálsson, stofnaði Vísi árið 1965 er hann í dag formaður stjórnar félagsins. Börn hans eru meðal hluthafa. Páll Jóhann steig í pontu á Alþingi á föstudaginn var og talaði þar fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þar sagði hann að forsenda aukinnar fjárfestinga í greininni væri meira svigrúm, sem myndi í kjölfarið skapa meiri tekjur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Páll Jóhann að það væri eðlilegt fyrir sig að ræða þessi mál á Alþingi, þó svo að hann sé hluthafi í Vísi hf. Það sé skilda hans að miðla af reynslu sinni sem sjó- og útgerðarmaður. Hann sagði jafnframt að það væri ótækt fyrir sig að tjá sig ekki um málefni sjávarútvegsins á þingi, þar sem hann hafi í kosningabaráttu sinni lagt mikla áherslu á þann árangur sem hann hafi náð í uppbyggingu Vísi hf. og í rekstri smábátaútgerðar síðastliðin áratug. Aðspurður um hvort að hann sé í stöðu til að greiða atkvæði með frumvarpinu sagði Páll Jóhann að hann gerði ekki ráð fyrir að gera það vegna tengsla við fyrirtækið og hagsmuna sinna. Enn fremur sagði hann að ekki hefði komið til greina að kalla til varamanns þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudaginn. Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Nýr þingmaður Framsóknarflokksins mun ekki greiða atkvæða með frumvarpi sjávarútvegsráðherra um tímabundna lækkun veiðigjalda. Ástæðan fyrir þessu eru fjölskyldutengsl hans við eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og hlutur hans í félaginu. Nemendur í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri hafa reiknað áhrif lækkunar á sérstöku veiðigjaldi sem boðuð er í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra. Það var tekið til umfjöllunar á Alþingi á föstudaginn. Útreikningarnir sýna fram á hækkun veiðigjalda hjá útgerðum sem sérhæfa sig í uppsjávarvinnslu, frá 11 prósentum hjá Síldarvinnslunni til 23 prósenta hjá Eskju í Eskifirði.Tillögur ríkisstjórnarinnar um lækkun á sérstöku veiðigjaldi þar sem skattlagning á hvert uppsjávarþorskígildi er aukið.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRIVeiðigjöld lækka hins vegar hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar. Mest er lækkunin hjá Útgerðarfélagi Akureyrar og Vísi hf., eða um 48 prósent. Svipaða þróun má sjá hjá Ramma, FISK Seafood á Sauðárkróki, Þorbirni hf. í Grindavík og Brim. Í tilfelli Vísis hf. lækkar veiðigjaldið úr tæpum 450 milljónum króna í tæpar 231. Heildarlækkun samkvæmt þessum útreikningum nemur rúmlega 216 milljónum króna.Veiðigjöld lækka hjá útgerðum sem stunda botnfiskveiðar.MYND/HEIMILD/HÁSKÓLINN Á AKUREYRINýr þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Jóhann Pálsson, á tæplega 5 prósent hlut í Vísi hf. en hann situr jafnframt í atvinnuveganefnd þar sem sjávarútvegsmál eru meðal annars til umfjöllunar. Faðir hans og nafni, Páll H. Pálsson, stofnaði Vísi árið 1965 er hann í dag formaður stjórnar félagsins. Börn hans eru meðal hluthafa. Páll Jóhann steig í pontu á Alþingi á föstudaginn var og talaði þar fyrir frumvarpi sjávarútvegsráðherra. Þar sagði hann að forsenda aukinnar fjárfestinga í greininni væri meira svigrúm, sem myndi í kjölfarið skapa meiri tekjur. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Páll Jóhann að það væri eðlilegt fyrir sig að ræða þessi mál á Alþingi, þó svo að hann sé hluthafi í Vísi hf. Það sé skilda hans að miðla af reynslu sinni sem sjó- og útgerðarmaður. Hann sagði jafnframt að það væri ótækt fyrir sig að tjá sig ekki um málefni sjávarútvegsins á þingi, þar sem hann hafi í kosningabaráttu sinni lagt mikla áherslu á þann árangur sem hann hafi náð í uppbyggingu Vísi hf. og í rekstri smábátaútgerðar síðastliðin áratug. Aðspurður um hvort að hann sé í stöðu til að greiða atkvæði með frumvarpinu sagði Páll Jóhann að hann gerði ekki ráð fyrir að gera það vegna tengsla við fyrirtækið og hagsmuna sinna. Enn fremur sagði hann að ekki hefði komið til greina að kalla til varamanns þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á föstudaginn.
Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira